Bæjarráð

3765. fundur 31. mars 2022 kl. 08:15 - 10:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísladóttir sátu fundinn í fjarfundi.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar kl. 9:26

2.Mannauðsstefna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022020096Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögu að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa mannauðsstefnunni með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022031238Vakta málsnúmer

Umfjöllun um reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að gera tillögur að breytingum á reglunum og leggja fyrir bæjarráð.

4.Starfslaun listamanna 2022

Málsnúmer 2022030986Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga faghóps um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2022.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.

5.Byggingalistaverðlaun Akureyrar 2022

Málsnúmer 2022031219Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðurkenningarhafa. Tilgangur með veitingu byggingalistaverðlauna Akureyrar er að vekja athygli á góðri byggingalist, auka þekkingu og skilning á gæðum bygginga og vera þannig hvati til góðra verka.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.

6.Menningarsjóður Akureyrar 2022 - heiðursviðurkenningar

Málsnúmer 2022020273Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur um veitingu heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs en þær eru veittar einstaklingum sem hafa með störfum sínum og verkum lagt mikið til menningar- og félagsstarfs í bænum.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.

7.Listaverkakaup

Málsnúmer 2006090067Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð listasafnsráðs dagsettri 22. mars 2022:

Kaup á listaverkum fyrir Listasafnið á Akureyri. Þar sem listasafnsráð annast kaup listaverka til Listasafnsins á Akureyri í samræmi við fjárheimildir í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar óskar ráðið eftir afgreiðslu bæjarráðs á umræddum fjárheimildum vegna ársins 2022.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna drög að samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup á vegum Akureyrarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 2022031096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2022 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2022. Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila ber á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Bæjarráð hvetur ráð og svið bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðsins og senda tillögu til bæjarstjóra fyrir 25. apríl nk.

9.Íslenskt handverk - styrkbeiðni til bæjarráðs

Málsnúmer 2022030957Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2022 frá Sigrúnu Steinarsdóttur Ellertsen fyrir hönd Íslensks handverks þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki uppbyggingu starfsemi félagsins í formi húsnæðis eða fjárframlags.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022031068Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands bs. verður haldinn í hafnarhúsinu við Fiskitanga miðvikudaginn 27. apríl nk. kl 15:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

11.Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 450. mál

Málsnúmer 2022031097Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. mars 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0649.html

12.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál

Málsnúmer 2022031101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. mars 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál 2022. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0597.html

Fundi slitið - kl. 10:40.