Skipulagsráð

393. fundur 14. desember 2022 kl. 08:15 - 12:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Hjaltason óflokksbundinn boðaði forföll.

1.Fundaáætlun skipulagsráðs

Málsnúmer 2018120052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2023.
Skipulagsráð samþykkir fundaáætlun fyrir árið 2023 skv. tillögu 2.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu gögn Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 en skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl.
Að mati skipulagsráðs er ekki tilefni til að hefja vinnu við heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi Akureyrar í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð telur þó ástæðu til að endurskoða kafla um íbúðabyggð auk þess að fella vinnu við endurskoðun atvinnustefnu að aðalskipulaginu.

3.Hafnarstræti 16 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021041151Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna stækkunar á lóð fyrir íbúðakjarna við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar.

Sex athugasemdir bárust við auglýstar tillögur auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga og eru þessi gögn lögð fram undir fundarlið nr. 4 ásamt umsögn velferðarsviðs Akureyrarbæjar og drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

4.Hafnarstræti 16 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022061609Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á aðliggjandi leiksvæði.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Sex athugasemdir bárust auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga. Umsögn barst frá velferðarsviði Akureyrarbæjar.

Ofangreind gögn eru lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki svör við efni athugasemda.

5.Tryggvabraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar lauk þann 28. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Vegagerðinni og er hún lögð fram nú auk tillögu nafnanefndar að heiti á nýrri götu innan deiliskipulagssvæðisins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Vegagerðarinnar.

Skipulagsráð samþykkir að ný gata innan deiliskipulagssvæðisins fái heitið Hvannastígur.

6.Hafnarsvæði sunnan Glerár - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120191Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár. Forsendur breytingarinnar eru þær að vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar kallar á smávægilega breytingu á mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæða.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem gerð hefur verið grein fyrir breytingum á landnotkun svæðisins í auglýsingu deiliskipulags Tryggvabrautar og atvinnusvæðis norðan hennar. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hvannavallareitur - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120194Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvannavallareit. Forsendur breytingarinnar eru þær að vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar kallar á smávægilega breytingu á mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæða.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hvannavallareits til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem gerð hefur verið grein fyrir breytingum á landnotkun svæðisins í auglýsingu deiliskipulags Tryggvabrautar og atvinnusvæðis norðan hennar. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Glerá frá stíflu til sjávar - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120192Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir Glerá frá stíflu til sjávar. Forsendur breytingarinnar eru þær að vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar kallar á smávægilega breytingu á mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæða.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Glerár frá stíflu til sjávar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem gerð hefur verið grein fyrir breytingum á landnotkun svæðisins í auglýsingu deiliskipulags Tryggvabrautar og atvinnusvæðis norðan hennar. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Verksmiðjusvæði á Gleráreyrum - breyting á deilsikipulagi

Málsnúmer 2022120468Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir verksmiðjusvæði á Gleráreyrum. Forsendur breytingarinnar eru þær að vinna við við nýtt deiliskipulag fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar kallar á smávægilega breytingu á mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæða.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem gerð hefur verið grein fyrir breytingum á landnotkun svæðisins í auglýsingu deiliskipulags Tryggvabrautar og atvinnusvæðis norðan hennar. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.KA svæði Dalsbraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022101088Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. var lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels. Er málið lagt fyrir að nýju þar sem gera þurfti lagfæringar á tillögunni.

Deiliskipulagsbreytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Byggingarreitur B, tengibygging, breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga AVH verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri. Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.

- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, er afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.

- Á svæði meðfram Dalsbraut eru afmarkaðar þrjár lóðir, merktar D, E og F, fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m², fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu, stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir.


Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. nóvember sl. þar sem afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

Nú liggur fyrir minnisblað Félagsstofnunar stúdenta varðandi málið.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga á vinnslustigi verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati ráðsins er þörf á endurskoðun á staðsetningu á innkeyrslum inn á íbúðalóðir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar vegna áforma um hótelbyggingu á lóð Glerárgötu 7.

Breytingin felur m.a. í sér eftirfarandi:

- Hámarksfjöldi hæða verði 5-6 með 5. og 6. hæðirnar inndregnar.

- Meðfram Glerárgötu verði heimilt að reisa fimm hæða hús með grunnflöt fimmtu hæðar að hámarki 75% af grunnfleti fjórðu hæðar. Hámarkshæð fimm hæða byggingar verði 18,2 m frá gólfkóta 1. hæðar.

- Meðfram Gránufélagsgötu verði heimilt að reisa sex hæða hús með grunnflöt fimmtu og sjöttu hæðar að hámarki 75% af grunnfleti fjórðu hæðar. Efstu tvær hæðirnar verði inndregnar frá Gránufélagsgötu og Geislagötu og hámarkshæð hússins verði 21,2 m.

- Gert er ráð fyrir allt að 1.200 m² bílakjallara með allt að 38 bílastæði. Hámarkshæð bílakjallara er 3,53 m.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Eyrarlandsvegur 12 og 14 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110835Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2022 þar sem Hólmgeir Þorsteinsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyrarlandsveg 12 og 14. Breytingin felur í sér tilfærslu á lóðamörkum og stækkun byggingarreits fyrir bílgeymslu á lóð nr. 14. Meðfylgjandi eru uppdráttur og samþykki eigenda.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með fyrirvara um að áður liggi fyrir skriflegt samþykki allra eigenda lóðanna. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Möðruvallastrætis 1A.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Sjafnargata 1A og 1B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120292Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. desember 2022 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Klettáss ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 1A og 1B við Sjafnargötu. Breytingin felur í sér eftirfarandi:

- Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,4.

- Hús verða á einni hæð en leyfilegt verður að byggja millipall.

- Mænishæð verður óbreytt en hámarksvegghæð hækkar í 8,0 m og leyfilegt verður að hafa flöt eða einhalla þök.

Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem verið er að breyta skilmálum til baka í upphaflega skilmála. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Hafnarstræti 2 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110926Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2022 þar sem Jónas Vigfússon f.h. Jóns Ómars Hraundal Halldórssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Hafnarstræti.

Breytingin felst í snúningi á byggingarreit fyrir bílgeymslu um 90 gráður.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarstrætis 4 og Aðalstrætis 16 og 18 auk þess sem leitað skal umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2022 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Klettabjargar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund.

Breytingin felst í því að núverandi hús verði rifið og reist verði tvö sex hæða fjölbýlishús með hálfniðurgröfnum bílakjallara.

Í breytingunni felst m.a. eftirfarandi:

- Allar byggingar á lóð Viðjulundar 1 verði rifnar og í stað þeirra yrðu reist tvö stakstæð fjölbýlishús á allt að sex hæðum auk kjallara.

- Fjöldi íbúða yrði allt að 36 og þrjár íbúðir á hverri hæð hvorrar byggingar.

- Að hálfniðurgrafinn bílastæðakjallari yrði byggður með 36 bílastæðum í kjallara og 30 stæðum á þaki.

- Innakstur í bílakjallara yrði frá Skógarlundi að austan og inn á þak frá Furulundi að vestan.

- Lóð Viðjulundar 1 yrði stækkuð til norðvesturs um 91 m² og sameiginleg innkeyrsla Viðjulundar 1, 2A og 2B yrði einungis fyrir Viðjulund 1.

Meðfylgjandi eru greinargerð og kynningargögn.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

17.Hlíðarvellir 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022111539Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. atNorth ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Breytingin felur í sér að bætt er við byggingarreit fyrir varaaflstöð á norðurhluta lóðarinnar. Meðfylgjandi er skýringarmynd.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem gert er ráð fyrir að varaaflstöð verði felld inn í fyrirhugaða jarðvegsmön og gróður. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Furuvellir 17 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022111531Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2022 þar sem Þorvarður Lárus Björgvinsson f.h. Arkís arkitekta ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi áform um viðbyggingu við hús nr. 17 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru greinargerð og tillöguuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir lóð Hagkaups á Oddeyri til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Furuvalla 15, 15B og 18 auk þess sem leita skal umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

19.Krabbastígur 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022070337Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Krákustígs 1 (áður Oddeyrargötu 4B) til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 9. nóvember sl. Tillögurnar gera ráð fyrir lítilsháttar breytingu á afmörkun lóðarinnar til að afmarka aðgengi að lóð Krabbastígs 4 um bæjarland.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér tilfærslu á lóðarmörkum Krákustígs 1. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Krákustígs 1, Krabbastígs 4 og Munkaþverárstrætis 18.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Týsnes 18 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022111319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Magni Thor Geirsson f.h. Íslandsþara ehf. sækir um lóð nr. 18 við Týsnes.

Meðfylgjandi eru greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.

Jafnframt er sótt um lóð nr. 20 við Týsnes og að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Skipulagsráð heimilar umsækjanda jafnframt að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér sameiningu lóðanna Týsness 18 og 20.

21.Týsnes 20 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022111321Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Magni Thor Geirsson f.h. Íslandsþara ehf. sækir um lóð nr. 20 við Týsnes.

Meðfylgjandi eru greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.

Jafnframt er sótt um lóð nr. 18 við Týsnes og að lóðirnar verði sameinaðar.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Skipulagsráð heimilar umsækjanda jafnframt að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér sameiningu lóðanna Týsness 18 og 20.

22.Matthíasarhagi 8 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2022020297Vakta málsnúmer

Erindi þar sem Sigurður Berndsen sækir um frest til að hefja framkvæmdir á lóð nr. 8 við Matthíasarhaga. Fyrir liggja drög að teikningum að húsi á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda til 1. maí 2023.

23.Hulduholt 23 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2021091019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2022 þar sem Guðbjörg Harpa Þorvaldsdóttir sækir um frest til 12 mánaða til að hefja framkvæmdir á lóð nr. 23 við Hulduholt.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda til 1. maí 2023.

24.Glerárdalur, Fossalækur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnstöku

Málsnúmer 2022110738Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2022 þar sem Franz Viðar Árnason f.h. Fallorku og Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi til vatnstöku úr Fossalæk á Glerárdal. Fyrirhugað er að koma fyrir litlu inntaksmannvirki úr stáli.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands og umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar sem fer með náttúruverndarmál á vegum bæjarins.

25.Aðveita frá Hjalteyri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2022111320Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Magnús Magnússon f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir síðasta áfanga nýrrar aðveitu hitaveitu Norðurorku frá Hjalteyri til Akureyrar. Samhliða verður lögð þrýstilögn skólps frá skólpdælustöð við Sjafnargötu að skólpbrunni við Austursíðu 2. Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

26.Hamrar - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengja

Málsnúmer 2022110872Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2022 þar sem Baldur Hólm Jóhannsson f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengja á Hömrum. Um er að ræða dreifikerfi til að þjónusta tjaldsvæðið.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

27.Strandgata 49 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2022111537Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2022 þar sem Sigurgeir Kristjánsson f.h. Bryggjufélagsins sækir um að fá sérmerkt bílastæði gegnt veitingastaðnum Bryggjunni við Strandgötu 49.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu þar sem um er að ræða almenn bílastæði í eigu Akureyrarbæjar og er almennt ekki heimilað að merkja slík stæði ákveðinni starfsemi. Tekið skal fram að unnið er að endurskoðun á fyrirkomulagi gjaldtökustæða og geta umrædd stæði hugsanlega fallið undir þá skilgreiningu.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Helgi Sveinbjörn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var því hafnað með öllum greiddum atkvæðum.

28.Brekkugata 17 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2022120408Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2022 þar sem Hólmkell Hreinsson f.h. Amtsbókasafnsins á Akureyri sækir um að fá að merkja bílastæðin við húsið fyrir viðskiptavini þar sem aukning er á notkun þeirra vegna gjaldtöku á stæðum í miðbænum.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem um er að ræða almenn bílastæði í eigu Akureyrarbæjar og almennt er ekki heimilað að merkja slík stæði ákveðinni starfsemi.

29.Goðanes - beiðni um bann við lagningu ökutækja

Málsnúmer 2022120106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2022 þar sem Henný Lind f.h. Samskipa innanlands óskar eftir að bannað verði að leggja bílum meðfram gangstétt í Goðanesi þar sem það þrengir að umferð stórra ökutækja um götuna.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að taka erindið upp á samráðsfundi með umhverfis- og mannvirkjasviði.

30.Baldursnes 3 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2022110841Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2022 þar sem Atlantsolía ehf. sækir um leyfi til að setja upp skilti á lóð nr. 3 við Baldursnes.

Stærð skiltis er 1 m x 2,04 m, hæð er 1,3 m.
Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim skilyrðum að lágmarks tímalengd auglýsingabirtingar verði ein mínúta til samræmis við samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar. Jafnframt samþykkir skipulagsráð að einungis verði birtar þær auglýsingar sem tengjast starfsemi lóðarinnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

31.Akureyrarvöllur - Snocross

Málsnúmer 2022111207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2022 þar sem Bjarki Sigurðsson f.h. KKA akstursíþróttafélags sækir um leyfi til að halda Íslandsmeistaramót í Snocross á Akureyrarvelli 25. febrúar 2023 frá kl. 08 til 18.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

32.Norðurtangi - malarhaugar

Málsnúmer 2017100494Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 6. júlí sl. var samþykkt að leggja dagsektir að upphæð kr. 50.000 / dag á Finn ehf. frá og með 1. október 2022 ef starfsemi á Norðurtanga hefði ekki verið hætt og gengið frá svæðinu með ásættanlegum hætti.

Er nú lagt fram bréf Finns Aðalbjörnssonar f.h. Finns ehf. dagsett 28. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir afnotum af landi við Norðurtanga fyrir efnislager fyrirtækisins og að gerður verði leigusamningur þar um þar til ákveðið hefur verið að nýta svæðið undir aðra starfsemi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

33.Glerárgata 34 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hjólageymslu

Málsnúmer 2022111340Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Kári Magnússon f.h. G34 fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hjólageymslu á lóð Glerárgötu 34.

Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum og rekstraraðilum Glerárgötu 32, 34 og 36.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

34.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir árið 2023 með áherslu á áætlun um úthlutun íbúðarhúsalóða.

35.Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 1. áfanga Móahverfis sem fyrirhugað er að auglýsa fljótlega á nýju ári.

36.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar, dagsett 16. nóvember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

37.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar, dagsett 24. nóvember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

38.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar, dagsett 1. desember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

39.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 893. fundar, dagsett 8. desember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:20.