Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 1. áfanga Móahverfis sem fyrirhugað er að auglýsa fljótlega á nýju ári.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarabæjar dagsett 14. desember 2022 um stöðu mála varðandi hönnun Móahverfis og tímasetningu á byggingarhæfi lóða. Þá eru lögð fram endurskoðuð drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 1. áfanga hverfisins.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að útbúa aðra tillögu að úthlutunarskilmálum og leggja fyrir næsta fund.

Skipulagsráð - 395. fundur - 25.01.2023

Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.

Bæjarráð - 3796. fundur - 02.02.2023

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3797. fundur - 09.02.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Skipulagsráð - 405. fundur - 05.07.2023

Farið yfir stöðu mála varðandi úthlutun lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og jafnframt farið yfir mögulegar úthlutunarleiðir fyrir lóðir í öðrum áfanga. Stefnt er að því að 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir samtals 87 íbúðareiningar verði auglýstar í lok sumars eða í haust 2023.

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir allt að 90 íbúðir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir allt að 90 íbúðir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóðum í 2. áfanga Móahverfis verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

Bæjarráð - 3817. fundur - 01.09.2023

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. ágúst 2023:

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir allt að 90 íbúðir. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóðum í 2. áfanga Móahverfis verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðum í 2. áfanga Móahverfis verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

Skipulagsráð - 421. fundur - 10.04.2024

Lagðir fram til kynningar úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir sérbýlislóðir í Móahverfi ásamt fylgigögnum.