Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarabæjar dagsett 14. desember 2022 um stöðu mála varðandi hönnun Móahverfis og tímasetningu á byggingarhæfi lóða. Þá eru lögð fram endurskoðuð drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 1. áfanga hverfisins.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að útbúa aðra tillögu að úthlutunarskilmálum og leggja fyrir næsta fund.
Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:
Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:
Lagðar fram tvær tillögur að skilmálum fyrir úthlutun lóða í 1. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðum í Móahverfi verði úthlutað á þann hátt að hluta lóða verði úthlutað samkvæmt útboðsleið með ákvæðum varðandi hlutdeildarlán og hluta samkvæmt forgangi varðandi stofnframlög með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.