Glerá frá stíflu til sjávar - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120192

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir Glerá frá stíflu til sjávar. Forsendur breytingarinnar eru þær að vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar kallar á smávægilega breytingu á mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæða.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Glerár frá stíflu til sjávar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem gerð hefur verið grein fyrir breytingum á landnotkun svæðisins í auglýsingu deiliskipulags Tryggvabrautar og atvinnusvæðis norðan hennar. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.