Týsnes 20 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022111321

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Magni Thor Geirsson f.h. Íslandsþara ehf. sækir um lóð nr. 20 við Týsnes.

Meðfylgjandi eru greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.

Jafnframt er sótt um lóð nr. 18 við Týsnes og að lóðirnar verði sameinaðar.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Skipulagsráð heimilar umsækjanda jafnframt að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér sameiningu lóðanna Týsness 18 og 20.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tölvupóstsamskipti við fulltrúa Íslandsþara varðandi framkvæmdir á lóðum Týsness 18 og 20. Kemur þar fram að ekki er fyrirhugað að fara í uppbyggingu fyrr en að 2-3 árum liðnum og er lóðin því fallin aftur til bæjarins.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gera breytingu á deiliskipulagi Týsness sem felst í að fallið er frá sameiningu lóðanna Týsness 18 og 20 og skilmálar færðir í upphaflegt horf. Að mati skipulagsráðs er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki þörf á grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að gera lóð nr. 16 tilbúna til úthlutunar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.