KA svæði Dalsbraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022101088

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels.

Breytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Heildarfjöldi hæða í tengibyggingu eykst í þrjár hæðir og hámarkshæð byggingar í 12,1 m.

- Byggingarreitur B breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.
Afgreiðslu frestað þar til umsögn ISAVIA og Norðurorku liggur fyrir.

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels.

Breytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Heildarfjöldi hæða í tengibyggingu eykst í þrjár hæðir og hámarkshæð byggingar í 12,1 m.

- Byggingarreitur B breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 9. nóvember sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju umsagnir ISAVIA og Norðurorku um tillöguna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. var lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels. Er málið lagt fyrir að nýju þar sem gera þurfti lagfæringar á tillögunni.

Deiliskipulagsbreytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Byggingarreitur B, tengibygging, breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Á fundi skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. var lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels. Er málið lagt fyrir að nýju þar sem gera þurfti lagfæringar á tillögunni.

Deiliskipulagsbreytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Byggingarreitur B, tengibygging, breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hlynur Jóhannsson kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis lauk þann 12. febrúar sl.

Ein athugasemd barst ásamt umsögn frá Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að svörum við athugasemd í samræmi við umræður á fundinum og skulu drögin lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3525. fundur - 07.03.2023

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. mars 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis lauk þann 12. febrúar sl. Ein athugasemd barst ásamt umsögn frá Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að svörum við athugasemd í samræmi við umræður á fundinum og skulu drögin lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.

Til máls tók Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að svari við athugasemd.