Norðurtangi - malarhaugar

Málsnúmer 2017100494

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýtingu hluta svæðis við Norðurtanga sem efnisgeymslu og athafnasvæði.
Þar sem ekki liggja fyrir leyfi til notkunar svæðisins sem efnisgeymslu og/eða athafnasvæðis felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að hlutast til um að starfseminni verði hætt og að gengið verði frá svæðinu fyrir lok ágúst 2020.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi nýtingu hluta svæðis við Norðurtanga sem efnisgeymslu og athafnasvæði án leyfis. Undanfarin ár hafa borist ítrekaðar kvartanir vegna umgengni á svæðinu og ryks frá efnishaugum. Var meðal annars fjallað um svæðið á fundi heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) þann 24. nóvember 2021 auk þess sem ábendingar sem hafa borist HNE hafa verið sendar Akureyrarbæ. Akureyrarbær hefur jafnframt ítrekað farið fram á að starfsemi á svæðinu verði hætt, án árangurs.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Með vísan í 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsráð að leggja á dagsektir að upphæð kr. (50.000.-)/dag á Finn ehf. frá og með 1. október 2022 ef starfsemi á svæðinu hefur ekki verið hætt og gengið hefur verið frá svæðinu með ásættanlegum hætti.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi kl. 11.40.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 6. júlí sl. var samþykkt að leggja dagsektir að upphæð kr. 50.000 / dag á Finn ehf. frá og með 1. október 2022 ef starfsemi á Norðurtanga hefði ekki verið hætt og gengið frá svæðinu með ásættanlegum hætti.

Er nú lagt fram bréf Finns Aðalbjörnssonar f.h. Finns ehf. dagsett 28. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir afnotum af landi við Norðurtanga fyrir efnislager fyrirtækisins og að gerður verði leigusamningur þar um þar til ákveðið hefur verið að nýta svæðið undir aðra starfsemi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Á fundi skipulagsráðs þann 6. júlí sl. var samþykkt að leggja dagsektir að upphæð kr. 50.000/dag á Finn ehf. frá og með 1. október 2022 ef starfsemi á Norðurtanga hefði ekki verið hætt og gengið frá svæðinu með ásættanlegum hætti. Er nú lagt fram bréf Finns Aðalbjörnssonar f.h. Finns ehf. dagsett 28. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir afnotum af landi við Norðurtanga fyrir efnislager fyrirtækisins og að gerður verði leigusamningur þar um þar til framtíðarnýting svæðisins hefur verið ákveðin.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. desember sl. og var afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð hafnar erindi Finns ehf. um afnot af landi við Norðurtanga. Umrætt svæði er ekki skilgreint sem svæði fyrir efnisgeymslu auk þess sem fyrir liggur að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra hafa borist fjölmargar kvartanir á undanförnum árum um slæma ásýnd svæðisins, rykmengun úr efnishaugum og að umferð þungra tækja valdi óþægindum. Þá liggur fyrir að allt frá árinu 2018 hefur Finni ehf. verið gerð grein fyrir að um óleyfisstarfsemi sé að ræða.

Hins vegar samþykkir skipulagsráð þau andmæli fyrirtækisins að vegna þess hversu umfangsmikil starfsemin er muni taka lengri tíma að finna starfseminni nýjan stað og frestar því fyrirhuguðum dagsektum til 1. júní nk.

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Á fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var samþykkt að að fresta fyrirhuguðum dagsektum á Finn ehf. vegna starfsemi á Norðurtanga til 1. júní 2023. Umrætt svæði hefur verið nýtt sem athafnasvæði og efnisgeymsla án leyfis Akureyrarbæjar og hafa borist ítrekaðar kvartanir vegna umgengni á svæðinu og ryks frá efnishaugum. Hefur m.a. verið fjallað um málið hjá heilbrigðisefirliti Norðurlands eystra (HNE).
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Vegna tafa við útsendingu gagna í kjölfar ákvörðunar skipulagsráðs þann 10. janúar sl. samþykkir meirihluti skipulagsráðs að fresta álagningu dagsekta á Finn ehf. Dagsektir að upphæð 50.000 kr. / dag munu verða lagðar á með vísan í 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 1. janúar 2024 ef óheimilli nýtingu svæðisins á Norðurtanga hefur ekki verið hætt og gengið hefur verið frá svæðinu með ásættanlegum hætti.