Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3627. fundur - 14.02.2019

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar til ársins 2026.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra fjársýslusviðs og formanni bæjarráðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar til ársins 2026. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 14. febrúar 2019 og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum en leggur áherslu á að ný húsnæðisáætlun verði unnin á árinu 2020.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lagt fram bréf Húsnæðis og mannvirkjastofnunar um þörf á uppfærslu á húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar. Þá er jafnframt lögð fram gildandi húsnæðisáætlun með viðbótum sem búsetusvið hefur unnið að.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs, í samráði við formann skipulagsráðs, að endurskoða tölulegar upplýsingar húsnæðisáætlunar í samræmi við upplýsingar um mannfjöldaþróun, lóðaframboð o.s.frv.

Bæjarráð - 3752. fundur - 16.12.2021

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3756. fundur - 27.01.2022

Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 16. desember sl.

Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3505. fundur - 01.02.2022

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. janúar 2022:

Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 16. desember sl.

Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti húsnæðisáætlunina.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Eva Hrund Einarsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Lögð fram til kynningar húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. febrúar 2022.
Skipulagsráð fagnar útgáfu húsnæðisáætlunar og mælist til þess að á komandi árum verði haft samráð við skipulagsráð um vinnslu hennar.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir árið 2023 með áherslu á áætlun um úthlutun íbúðarhúsalóða.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 ásamt ábendingum sem borist hafa frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, velferðarsviði og fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum mikilvægt að Akureyrarbær semji við ríkið um húsnæðisáætlun sem byggir á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægt er að bæði ríki og sveitarfélög séu sammála um nauðsyn markvissra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignalága. Það er sérstaklega dapurlegt að sjá í fjárhagsáætlun og þessum fyrstu drögum að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar að meirihlutinn virðist ekki hafa neinn vilja til að fylgja markmiðum rammasamnings um fjölgun félagslegra íbúða sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir að fjölga þeim neitt á þessu ári, á sama tíma og þeim ætti að fjölga um tíu ef horft væri til forsendna rammsamningsins.

Skipulagsráð - 395. fundur - 25.01.2023

Lögð fram endurskoðuð tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ 2023-2032.
Skipulagsráð leggur til að framlögð húsnæðisáætlun verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir að félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagins verði árlega 5% af nýju húsnæði og að hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði verði árlega 30%. Telur skipulagsráð húsnæðisáætlun því vera í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Öldungaráð - 25. fundur - 25.01.2023

Umræður um húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.
Frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3796. fundur - 02.02.2023

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ 2023-2032.

Skipulagsráð leggur til að framlögð húsnæðisáætlun verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir að félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagins verði árlega 5% af nýju húsnæði og að hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði verði árlega 30%. Telur skipulagsráð húsnæðisáætlun því vera í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3523. fundur - 07.02.2023

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ 2023-2032.

Skipulagsráð leggur til að framlögð húsnæðisáætlun verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir að félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagins verði árlega 5% af nýju húsnæði og að hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði verði árlega 30%. Telur skipulagsráð húsnæðisáætlun því vera í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.


Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja samtal við ríki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um gerð rammasamnings um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032.

Þá tók til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá tók til máls Hilda Jana Gísladóttir og leggur fram svofelldar tvær tillögur:

Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018

Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.

Þá tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson.

Tillögur Hildu Jönu Gísladóttur lagðar fram til atkvæðagreiðslu:


Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.


Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.


Samþykkt var samhljóða með 11 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar.

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Lögð fram uppfærð tillaga að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 til samræmis við afgreiðslu bæjarstjórnar frá 7. febrúar sl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 verði samþykkt.

Öldungaráð - 26. fundur - 15.02.2023

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsstjóri kynnti húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar Pétri fyrir kynninguna.

Öldungaráð minnir á mikilvægi þess að horfa til framtíðar í búsetumálum eldra fólks. Eldra fólki fjölgar hratt á næstu árum og nauðsynlegt að huga að fjölbreyttum úrræðum víða um bæinn. Öldungaráð hvetur til þess að tekið verði frá landsvæði sunnan við Hagahverfi fyrir klasa af byggingum þar sem gert er ráð fyrir öllum þjónustustigum fyrir eldra fólk.

Bæjarstjórn - 3524. fundur - 21.02.2023

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. febrúar 2023:

Lögð fram uppfærð tillaga að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 til samræmis við afgreiðslu bæjarstjórnar frá 7. febrúar sl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 verði samþykkt.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti. Í umræðum tóku einnig til máls Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina með 11 samhljóða atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við viljum fagna því sérstaklega að í húsnæðisáætlun nú sé gert ráð fyrir því að 5% af nýju húsnæði verði félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagsins og að hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði, verði 30% af nýju húsnæði. Hins vegar er mikilvægt að leita allra leiða til að gera betur, því nú bíða allt að 231 einstaklingur eftir félagslegri íbúð, almennri leiguíbúð fyrir tekju- og eignarlága eða sértæku búsetuúrræði og getur biðin varað allt að fjórum árum. Árið 2032 er gert ráð fyrir að á þessum biðlistum geti orðið allt að 180 einstaklingar, sem enn er allt of mikið. Þessar tölur eru þó settar fram með fyrirvara um að ekki séu til nákvæmar tölur á biðlistum og að í einhverjum tilfellum gætu sömu einstaklingar verið á fleiri en einum biðlista samtímis. Mikilvægt er að gerðar verði úrbætur á nákvæmni þeirra talna sem við vinnum með í húsnæðisáætlun, ekki síst til að auka líkur á að hún gagnist okkur við stefnumótun sveitarfélagsins.

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Lögð fram fyrstu drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2024-2033.

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2024 auk þess sem lögð eru fram drög að samkomulagi við Innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Akureyrarbæ og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.

Velferðarráð - 1378. fundur - 13.12.2023

Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2024.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsstjóri og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista og Snæbjörn Guðjónsson V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Ljóst er að fjölga þarf félagslegum leiguíbúðum, langir biðlistar fyrir fólk í viðkvæmri stöðu eru ekki ásættanlegir til lengri tíma. Afar brýnt er að fylgja eftir því sem fram kemur í húsnæðisáætlun fyrir 2024 um að nýjar íbúðir fyrir fólk í þeirri stöðu verði 5% af öllum íbúðum sem áætlað er að byggja eða leigja.

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2024.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum að húsnæðisáætlun til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir frekari fjölgun á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins eða íbúðum sem sveitarfélagið framleigir til skjólstæðinga félagsþjónustunnar. Samkvæmt spá er þörfin eftir slíku húsnæði á næsta ári um 133-136 íbúðir, engu að síður er aðeins stefnt að því að fjölga þeim um 4 á ári. Samkvæmt þessari húsnæðisáætlun verður eftir tíu ár enn þörf fyrir 124 slíkar íbúðir og staðan því skánað sáralítið.

Bæjarstjórn - 3538. fundur - 19.12.2023

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2024.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum að húsnæðisáætlun til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað: Það er áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir frekari fjölgun á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins eða íbúðum sem sveitarfélagið framleigir til skjólstæðinga félagsþjónustunnar. Samkvæmt spá er þörfin eftir slíku húsnæði á næsta ári um 133-136 íbúðir, engu að síður er aðeins stefnt að því að fjölga þeim um 4 á ári. Samkvæmt þessari húsnæðisáætlun verður eftir tíu ár enn þörf fyrir 124 slíkar íbúðir og staðan því skánað sáralítið.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.

Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina með 8 akvæðum.

Jón Hjaltason óflokksbundinn, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.

Bæjarstjórn telur mikilvægt fyrir sveitarfélagið að viðræður við ríkið um rammasamning um húsnæðisuppbyggingu verði kláraðar þannig að húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa verði tryggt. Huga þarf sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulágum og þá ekki síður eldri borgurum. Tryggja þarf nægt lóðaframboð og leggja sérstaka áherslu á skipulagsmál næstu árin, m.a. fara yfir verkferla og tryggja að ekki verði frekari seinkanir á byggingarhæfi lóða.