Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3627. fundur - 14.02.2019

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar til ársins 2026.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra fjársýslusviðs og formanni bæjarráðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar til ársins 2026. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 14. febrúar 2019 og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum en leggur áherslu á að ný húsnæðisáætlun verði unnin á árinu 2020.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.