Furuvellir 17 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022111531

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Erindi dagsett 29. nóvember 2022 þar sem Þorvarður Lárus Björgvinsson f.h. Arkís arkitekta ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi áform um viðbyggingu við hús nr. 17 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru greinargerð og tillöguuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir lóð Hagkaups á Oddeyri til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Furuvalla 15, 15B og 18 auk þess sem leita skal umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Furuvalla 17 lauk þann 18. febrúar sl.

Ein athugasemd barst ásamt umsögn frá Norðurorku. Eru þessi gögn lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Furuvalla 17 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir skipulagsráð jafnframt framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.