Erindi dagsett 7. desember 2022 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Klettabjargar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund.
Breytingin felst í því að núverandi hús verði rifið og reist verði tvö sex hæða fjölbýlishús með hálfniðurgröfnum bílakjallara.
Í breytingunni felst m.a. eftirfarandi:
- Allar byggingar á lóð Viðjulundar 1 verði rifnar og í stað þeirra yrðu reist tvö stakstæð fjölbýlishús á allt að sex hæðum auk kjallara.
- Fjöldi íbúða yrði allt að 36 og þrjár íbúðir á hverri hæð hvorrar byggingar.
- Að hálfniðurgrafinn bílastæðakjallari yrði byggður með 36 bílastæðum í kjallara og 30 stæðum á þaki.
- Innakstur í bílakjallara yrði frá Skógarlundi að austan og inn á þak frá Furulundi að vestan.
- Lóð Viðjulundar 1 yrði stækkuð til norðvesturs um 91 m² og sameiginleg innkeyrsla Viðjulundar 1, 2A og 2B yrði einungis fyrir Viðjulund 1.
Meðfylgjandi eru greinargerð og kynningargögn.