Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Erindi dagsett 7. desember 2022 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Klettabjargar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund.

Breytingin felst í því að núverandi hús verði rifið og reist verði tvö sex hæða fjölbýlishús með hálfniðurgröfnum bílakjallara.

Í breytingunni felst m.a. eftirfarandi:

- Allar byggingar á lóð Viðjulundar 1 verði rifnar og í stað þeirra yrðu reist tvö stakstæð fjölbýlishús á allt að sex hæðum auk kjallara.

- Fjöldi íbúða yrði allt að 36 og þrjár íbúðir á hverri hæð hvorrar byggingar.

- Að hálfniðurgrafinn bílastæðakjallari yrði byggður með 36 bílastæðum í kjallara og 30 stæðum á þaki.

- Innakstur í bílakjallara yrði frá Skógarlundi að austan og inn á þak frá Furulundi að vestan.

- Lóð Viðjulundar 1 yrði stækkuð til norðvesturs um 91 m² og sameiginleg innkeyrsla Viðjulundar 1, 2A og 2B yrði einungis fyrir Viðjulund 1.

Meðfylgjandi eru greinargerð og kynningargögn.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf ehf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hugmyndir að uppbyggingu fjölbýlishúsa á lóðinni Viðjulundi 1.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram drög að breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að drögin verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.