Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.

Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3733. fundur - 15.07.2021

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 7. júlí 2021:

Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.

Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.

Hólmar Erlu Svansson stjórnarformaður Þekkingarvarðar ehf. og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslulsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Hólmari Erlu Svanssyni fyrir kynninguna, tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Erindi Hólmars Erlu Svanssonar dagsett 1. nóvember 2021, fyrir hönd Þekkingarvarðar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að fá reit C á svæði Háskólans til deiliskipulags fyrir þekkingargarða. Meðfylgjandi er bréf Eyjólfs Guðmundssonar rektors Háskólans á Akureyri dagsett 3. nóvember 2021 þar sem staðfest er heimild Þekkingarvarðar ehf. til að sækja um svæðið til deiliskipulags.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim hluta erindisins sem varðar gatnagerðargjöld er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. nóvember 2021:

Erindi Hólmars Erlu Svanssonar dagsett 1. nóvember 2021, fyrir hönd Þekkingarvarðar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að fá reit C á svæði Háskólans til deiliskipulags fyrir þekkingargarða. Meðfylgjandi er bréf Eyjólfs Guðmundssonar rektors Háskólans á Akureyri dagsett 3. nóvember 2021 þar sem staðfest er heimild Þekkingarvarðar ehf. til að sækja um svæðið til deiliskipulags.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim hluta erindisins sem varðar gatnagerðargjöld er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari upplýsinga um málið.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Arnþór Tryggvason hjá AVH verkfræðistofu kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.

Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.

- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, verður afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.

- Á svæði meðfram Dalsbraut verða afmarkaðar þrjár lóðir D, E og F fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m². Þar verður gert ráð fyrir einstaklingsherbergjum með sameiginlegri aðstöðu, stúdíóíbúðum og tveggja herbergja íbúðum.

Arnþór sat fundinn í fjarfundarbúnaði. Undir þessum dagskrárlið sátu jafnframt Hólmar Erlu Svansson stjórnarformaður Þekkingarvarða ehf. og Jóhannes Baldur Guðmundsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Lögð fram tillaga AVH verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri. Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.

- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, er afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.

- Á svæði meðfram Dalsbraut eru afmarkaðar þrjár lóðir, merktar D, E og F, fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m², fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu, stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir.
Afgreiðslu frestað og formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.


Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Lögð fram að nýju tillaga AVH verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri. Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.

- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, er afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.

- Á svæði meðfram Dalsbraut eru afmarkaðar þrjár lóðir, merktar D, E og F, fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m², fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu, stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir.


Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. nóvember sl. þar sem afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

Nú liggur fyrir minnisblað Félagsstofnunar stúdenta varðandi málið.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga á vinnslustigi verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati ráðsins er þörf á endurskoðun á staðsetningu á innkeyrslum inn á íbúðalóðir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 5. febrúar sl.

Sjö ábendingar bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við umsækjanda.

Skipulagsráð - 399. fundur - 29.03.2023

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 5. febrúar sl. Sjö ábendingar bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. Var afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við umsækjanda.

Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum í stað þriggja auk þess sem lóð C er minnkuð frá fyrri tillögu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3527. fundur - 18.04.2023

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. mars 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 5. febrúar sl. Sjö ábendingar bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. Var afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við umsækjanda. Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum í stað þriggja auk þess sem lóð C er minnkuð frá fyrri tillögu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tók Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áfram mun undirbúningur vegna skipulagsbreytinganna miða að því að tryggt verði svæði fyrir lausagöngu hunda, áður en uppbygging hefst á reitnum.

Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 8. júlí sl. Ein athugasemd barst auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Þá liggur einnig fyrir erindi frá Fésta dagsett 30. júní 2023 þar sem óskað er eftir ákveðnum breytingum á skilmálum svæðis sem ætlað er fyrir stúdentaíbúðir, þ.e. varðandi fjölda bílastæða, djúpgáma, göngustíg í gegnum lóð, innkeyrslur og hámarkshæð bygginga.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að umsögn um athugasemdir.

Bæjarráð - 3815. fundur - 17.08.2023

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. ágúst 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 8. júlí sl. Ein athugasemd barst auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Þá liggur einnig fyrir erindi frá Fésta dagsett 30. júní 2023 þar sem óskað er eftir ákveðnum breytingum á skilmálum svæðis sem ætlað er fyrir stúdentaíbúðir, þ.e. varðandi fjölda bílastæða, djúpgáma, göngustíg í gegnum lóð, innkeyrslur og hámarkshæð bygginga.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að umsögn um athugasemdir.
Bæjarráð samþykkir breytingar að deiliskipulagi og drög að umsögn til að koma til móts við innkomnar athugasemdir

Skipulagsráð - 409. fundur - 27.09.2023

Lagt fram erindi Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri (FÉSTA) dagsett 20. september 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá skilmálum um bílastæðafjölda í nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir lóðir D og E innan háskólasvæðisins á Akureyri.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið og í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Halla Margrét Tryggvadóttir og Jóhannes Baldur Guðmundsson frá Félagsstofnun stútenda á Akureyri (FÉSTA) kynntu tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum.
Skipulagsráð þakkar Jóhanni og Höllu fyrir kynninguna.