Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.

Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3733. fundur - 15.07.2021

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 7. júlí 2021:

Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.

Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.

Hólmar Erlu Svansson stjórnarformaður Þekkingarvarðar ehf. og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslulsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Hólmari Erlu Svanssyni fyrir kynninguna, tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Erindi Hólmars Erlu Svanssonar dagsett 1. nóvember 2021, fyrir hönd Þekkingarvarðar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að fá reit C á svæði Háskólans til deiliskipulags fyrir þekkingargarða. Meðfylgjandi er bréf Eyjólfs Guðmundssonar rektors Háskólans á Akureyri dagsett 3. nóvember 2021 þar sem staðfest er heimild Þekkingarvarðar ehf. til að sækja um svæðið til deiliskipulags.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim hluta erindisins sem varðar gatnagerðargjöld er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. nóvember 2021:

Erindi Hólmars Erlu Svanssonar dagsett 1. nóvember 2021, fyrir hönd Þekkingarvarðar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að fá reit C á svæði Háskólans til deiliskipulags fyrir þekkingargarða. Meðfylgjandi er bréf Eyjólfs Guðmundssonar rektors Háskólans á Akureyri dagsett 3. nóvember 2021 þar sem staðfest er heimild Þekkingarvarðar ehf. til að sækja um svæðið til deiliskipulags.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim hluta erindisins sem varðar gatnagerðargjöld er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari upplýsinga um málið.