Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Lögð fram drög að vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020-2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð 7. mars nk.

Bæjarráð - 3630. fundur - 07.03.2019

Lögð fram drög að vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020-2023. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 21. febrúar sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, með 5 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3634. fundur - 04.04.2019

Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2020 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar í samræmi við þau drög að tekjuáætlun sem rædd voru á fundinum.

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Lögð fram drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 10:30.

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar.
Ásthildur Sturludóttir kom aftur á fundinn kl. 09:38.

Bæjarráð - 3640. fundur - 29.05.2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma með 4 samhljóða atkvæðum. Fjárhagsramminn miðast við að rekstur A-hluta sé í jafnvægi en gert er ráð fyrir hagræðingarkröfu upp á 400 milljónir sem bæjarstjórn mun útfæra ásamt bæjarstjóra.

Bæjarráð - 3644. fundur - 27.06.2019

Rætt um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3654. fundur - 26.09.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3656. fundur - 10.10.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3657. fundur - 17.10.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3658. fundur - 24.10.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Á fund ráðsins mættu undir þessum lið: við umræðu um fræðslumál Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar á fræðslusviði; við umræðu um velferðarmál Heimir Haraldsson formaður velferðarráðs; við umræðu um frístundamál Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður frístundaráðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs; við umræðu um málefni Akureyrarstofu Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs; við umræðu um umhverfis- og mannvirkjamál Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Hlynur Jóhannsson vék af fundi kl. 11:30.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. október 2019:

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson fór yfir helstu þætti áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hlynur Jóhannsson og Þórhallur Jónsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:

Á undanförnum árum hefur ítrekað verið gagnrýnt við afgreiðslu á fjárhagsáætlun að bæta þyrfti vinnubrögð, setja fram rauntölur um áætlaðan kostnað en ekki óskir, leggja meiri vinnu í 3 ára áætlunina og leggja fyrir allar nefndir, vinna og samþykkja 10 ára áætlun með skýrri forgangsröðun verkefna og auka raunverulegt samráð við gerð áætlunarinnar við minnihlutann ef ætlunin er að fá samþykki hans.

Nú er það svo að ýmislegt hefur verið fært til betri vegar s.s. gagnavinnsla ýmiskonar sem skýrir forsendur og breytingar á áætluninni. Þarna skiptir greinargerðin og starfsáætlanir miklu máli. Það má því segja að gagnrýnin hafi skilað einhverju hvað þetta varðar. Hins vegar er það svo enn að vinnubrögðin og vinnuferlið er ekki nægjanlega markvisst og gegnsætt og lítil sem engin vinna lögð í langtímaáætlanir. Það var ekki boðað til fundar með lykilstjórnendum og pólitískum fulltrúum í vor þar sem farið er yfir faglegar og pólitískar forsendur áætlunar og þess gætt að allt sem fyrir liggur sé hluti af fjárhagsramma næsta árs.

Þá liggur enn og aftur fyrir fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir verulegum halla á A-hlutanum sem er í sjálfu sér óásættanlegt með öllu. Á síðasta kjörtímabili var farið í mikla vinnu við að leita leiða til hagræðingar í rekstri. Í kjölfarið tókst að halda rekstri í sæmilegu jafnvægi en árið 2018 er bætt við tæplega 40 stöðugildum sem ekki var til fjármagn fyrir og því þurfti m.a. að grípa til hagræðingaraðgerða í fyrirliggjandi áætlun sem náðust þó ekki að fullu. Þessi fjármálastjórn er mjög sveiflukennd og gerir alla áætlanagerð erfiðari og á margan hátt neikvæðari fyrir allt starfsfólk og íbúa ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem fylgir í kjölfarið. Þetta styður þá skoðun okkar enn frekar að það er full þörf á að gera vandaða langtímaáætlun og leggja þannig upp stefnu til lengri tíma.

Af þessum sökum getum við engan veginn samþykkt fjárhagsáætlun 2020 og hvað þá 2020-2023.

Bæjarráð - 3660. fundur - 07.11.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3661. fundur - 14.11.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3662. fundur - 21.11.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3663. fundur - 28.11.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3664. fundur - 05.12.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3465. fundur - 17.12.2019

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hlynur Jóhannsson, Þórhallur Jónsson og Andri Teitsson.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2020

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2021

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2023

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2020-2023


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2020 að fjárhæð - 1.117.108 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2020 að fjárhæð 14.422.577 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2020 að fjárhæð 77.327 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2020 að fjárhæð 619.207 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2020 að fjárhæð 6.076 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2020 að fjárhæð

-14.498 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 34.988.232 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2020 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 2.855 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 120 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -18.989 þús. kr.

IV. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -3.619 þús. kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 251.395 þús. kr.

VI. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 386.011 þús. kr.

VII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 8 þús. kr.

VIII. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.


Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2020 að fjárhæð 106.830 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2020 að fjárhæð 58.916.219 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2020:

Aðalsjóður 1.293.000 þús. kr.

A-hluti 2.117.000 þús. kr.

B-hluti 2.276.590 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 4.393.590 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 6 atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2020 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

a) liður samþykktur með 6 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

b) liður samþykktur með 9 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2020

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2020. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.

c) liður samþykktur með 9 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðsluna.


Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsir því yfir að 7. liður dagskrárinnar ásamt 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 12. desember 2019 séu þar með afgreiddir.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég harma fyrirhugaðan niðurskurð í forvarnamálum og þjónustu við ungt fólk. Ég tel ákvörðunina tekna á ófaglegum forsendum og vera til marks um skilningsleysi og metnaðarleysi í þjónustu við ungt fólk.


Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar leggja fram eftirfarandi bókun:

Akureyrarbær leggur mikinn metnað í forvarnamál og er fjárhagslegt framlag sveitarfélagsins á hvern íbúa til málaflokksins með því hæsta sem gerist á landinu. Í þeim breytingum sem gerðar verða milli áranna 2019-2020 er annars vegar fyrirhugað að sýna ráðdeild í rekstri og skipulagi innra starfs. Hins vegar er horft til mikilvægra verkefna s.s. samfellu í skóla- og frístundastarfi og ítarlegri yfirferð á forvarnastarfi, sérstaklega 2. stigs forvörnum. Í því skyni er stefnt að því að kanna viðhorf ungmenna, foreldra og kennara til forvarnastarfs og hvernig fjármagnið getur nýst enn betur. Þá á að setja mælanlega mælikvarða á forvarnastarf bæjarins. Auk þessa er haldið áfram með þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem bærinn hefur byggt upp undanfarin ár. Meirihluti bæjarstjórnar áréttar að forvarnamál Akureyrarbæjar eru til fyrirmyndar á landsvísu og verður engin breyting þar á.


Bæjarfulltrúar D-lista þau Eva Hrund Einarsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Þórhallur Jónsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Þessi fjárhagsáætlun tekur að mestu mið af þeirri rekstrarstöðu sem er vegna fjölgunar stöðugilda og útgjaldaaukningar síðustu ára. Frá árinu 2017-2019 hafa stöðugildi aukist um sextíu í A-hlutanum og ekki má sjá að þeim fari fækkandi. Við bentum á að sú þróun væri varasöm ef ekki yrði brugðist við strax með aðhaldsaðgerðum á móti. Það var ekki gert og því er sem er. Nú er komið svo að bréf hefur borist frá eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga þar sem bent er á slæma stöðu Akureyrarbæjar. Staðan er orðin þannig að við getum engan veginn sætt okkur við að samþykkja fjárhagsáætlun sem sýnir verulegt tap á A-hluta Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3673. fundur - 27.02.2020

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð samtals 58,5 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3469. fundur - 03.03.2020

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. febrúar 2020:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð samtals 58,5 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans. Auk hans tók Þórhallur Jónsson til máls.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

Bæjarráð - 3674. fundur - 05.03.2020

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 að fjárhæð 15 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3470. fundur - 17.03.2020

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. mars 2020:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 2 að fjárhæð 15 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Lagður fram viðauki 3.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að fjárhæð 15,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3472. fundur - 07.04.2020

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. apríl 2020:

Lagður fram viðauki 3.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að fjárhæð 15,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3682. fundur - 07.05.2020

Lagður fram viðauki 4.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða 75 milljóna króna hækkun á fjárfestingaáætlun og 30,9 milljóna króna útgjaldaaukningu í rekstri.

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 að fjárhæð 47,3 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3475. fundur - 19.05.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. maí 2020:

Lagður fram viðauki 4.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða 75 milljóna króna hækkun á fjárfestingaáætlun og 30,9 milljóna króna útgjaldaaukningu í rekstri.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3475. fundur - 19.05.2020

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. maí 2002:

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 5 að fjárhæð 47,3 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lagður fram viðauki 6.

Um er að ræða tilfærslu rekstrar Hlíðarfjalls í B-hluta fyrirtæki frá 1. janúar 2020 en tilfærslan hefur ekki áhrif á samstæðureikning Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 102,6 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 118,1 milljón króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 14. maí 2020 þar sem m.a. er minnt á mikilvægi þess að sveitarstjórnir hafi virkt eftirlit með fjármálum og fylgist náið með þróun rekstrar frá mánuði til mánaðar. Sveitarstjórnir eru jafnframt hvattar til að hafa samband við eftirlitsnefndina óski þær eftir frekari upplýsingum eða leiðbeiningum vegna afleiðinga COVID-19 á fjármál sveitarfélaganna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:

Lagður fram viðauki 6.

Um er að ræða tilfærslu rekstrar Hlíðarfjalls í B-hluta fyrirtæki frá 1. janúar 2020 en tilfærslan hefur ekki áhrif á samstæðureikning Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 102,6 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 118,1 milljón króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3477. fundur - 16.06.2020

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. júní 2020:

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Lagður fram viðauki 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 18. júní 2020:

Lagður fram viðauki 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 18. júní 2020:

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Lagður fram viðauki 12.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3692. fundur - 13.08.2020

Lagður fram viðauki 13.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3699. fundur - 01.10.2020

Lagður fram viðauki 14.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 14 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3480. fundur - 06.10.2020

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. október 2020:

Lagður fram viðauki 14.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 14 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Lagður fram viðauki 15.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 15 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3481. fundur - 20.10.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. október 2020:

Lagður fram viðauki 15.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 15 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3703. fundur - 29.10.2020

Lagður fram viðauki 16.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 16 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3482. fundur - 03.11.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. október 2020:

Lagður fram viðauki 16.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 16 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3709. fundur - 10.12.2020

Lagður fram viðauki 17.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 17 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3486. fundur - 15.12.2020

Liður 11 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. desember 2020:

Lagður fram viðauki 17.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 17 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.