Bæjarráð

3639. fundur 23. maí 2019 kl. 08:15 - 12:29 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Andri Teitsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019

Málsnúmer 2018080973Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. maí 2019:

Lagðir fram samþykktir viðaukar frá 1. janúar 2019 til og með 8. maí 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslur og viðauka við framkvæmdaáætlun 2019 og vísar breytingunum til bæjarráðs.

Tilfærslur á fjármagni að upphæð 20 milljónir króna úr eignasjóði gatna yfir í eignasjóð fasteigna og 12 milljónir króna úr eignasjóði gatna í 110 umferðar- og samgöngumál gjaldfært.

Samþykkt að lækka fjármagn í Glerárskóli Leikskóli að upphæð 15 milljónir króna yfir í Íþróttahús við Dalsbraut.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs um tilfærslur og viðauka við framkvæmdaáætlun 2019 með 5 samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð 12 milljónir króna vegna málsins.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 08:45.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar.
Ásthildur Sturludóttir kom aftur á fundinn kl. 09:38.

3.Hjallastefnan ehf. - breytingar á skipulagi

Málsnúmer 2019050143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. maí 2019 frá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. þar sem kynnt er fyrirætlan um breytingar á skipulagi með það að markmiði að skerpa á rekstrinum. Til að þessar breytingar geti orðið þarf breytingu á rekstrarsamningum. Hjallastefnan ehf. fer þess á leit við sveitarfélagið að samþykkja meðfylgjandi viðauka þar sem Hjallastefnan ehf. framselur samning Hjallastefnunnar og sveitarfélagsins yfir til nýs rekstrarfélags frá og með 1. ágúst 2019.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. og 16. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Hjallastefnunnar ehf.

Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslu meirihlutans.

4.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans

Málsnúmer 2019030411Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð ungmennaráðs / bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019:

Jörundur Guðni Sigurbjörnsson kynnti málið f.h. ungmennaráðs.

Í kjölfar aukinnar ábyrgðar og nýrra verkefna sem falin eru ungmennaráði Akureyrar í aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna telur ungmennaráð rétt að greiða ungmennum fyrir fundi ungmennaráðs. Fordæmi eru fyrir greiðslum til ungmennaráða í öðrum sveitarfélögum landsins. Akureyrarbær er nú að halda af stað í leiðandi vegferð með innleiðingu Barnasáttmálans. Til þess að setja ungmennaráði fastari skorður innan stjórnsýslu bæjarins telur ráðið rétt að ungmennaráð hljóti fræðslu um verkferla stjórnsýslunnar sem og laun fyrir störf sín innan hennar. Greiðslur myndu einnig auðvelda fulltrúum í ráðinu að forgangsraða tíma sínum í þágu ráðsins.

Tillaga:

Fulltrúar ungmennaráðs fái greidda þóknun fyrir fundarsetu sína á fundum ungmennaráðs bæjarins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur ungmennaráði að móta tillögur um hvernig staðið verður að vali á fulltrúum í ráðið með lýðræðislegum hætti. Jafnframt vísar bæjarráð málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

5.Beiðni um styrk vegna Menningarhúsadagsins 23. maí 2019

Málsnúmer 2019050413Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2019 þar sem Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri f.h. Menningarfélags Akureyrar ses. óskar eftir 500.000 króna styrk til að standa straum af kostnaði vegna Menningarhúsadagsins sem fer fram í Hofi á Akureyri 23. maí næstkomandi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni með 5 samhljóða atkvæðum.

6.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2019

Málsnúmer 2019020370Vakta málsnúmer

Rætt um mánaðarskýrslu um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir apríl 2019 sem kynnt var á fundi bæjarráðs 16. maí sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2019050447Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársreikningur og ársskýrsla 2018

Málsnúmer 2016050023Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar ásamt ársskýrslu fyrir árið 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

9.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram 31. fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 13. maí 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

10.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. maí 2019.
Bæjarráð vísar lið 1 til verkefnahóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja, liðum 2 og 5 til skipulagsráðs, liðum 4 og 9 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 6 til skipulagssviðs, lið 8 til frístundaráðs og lið 10 til umhverfis- og mannvirkjaráðs. Liður 3 er lagður fram til kynningar. Fristundaráð hefur nú þegar svarað lið 7.

11.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Málsnúmer 2019050455Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2019 þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní kl. 13:00-14:30 í Reykjavík. Dagskrá fundarins verður ásamt fundarstað kynnt síðar. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja.

Þau sveitarfélög sem vilja gerast aðilar tilnefna 1-2 tengiliði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og skipar Huldu Sif Hermannsdóttur aðstoðarmann bæjarstjóra sem tengilið bæjarins.

12.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019050415Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2019 þar sem Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. boðar til aðalfundar félagsins 6. júní næstkomandi í Fjallabyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

13.Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2012050086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2019 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 14:00 að Katrínartúni 2, 2. hæð, Reykjavík.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

14.Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019050352Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. maí 2019 frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 24. maí 2019 kl. 14:00 í Stássinu/Greifanum.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

15.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál 2019

Málsnúmer 2019050410Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. maí 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/1345.html

16.Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál 2019

Málsnúmer 2019050423Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. maí 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0274.html

17.Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál 2019

Málsnúmer 2019050427Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. maí 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/1303.html

Fundi slitið - kl. 12:29.