Bæjarráð

3674. fundur 05. mars 2020 kl. 08:15 - 10:25 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Mannréttindastefna 2020 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. febrúar sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 3. febrúar 2020:

Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.

Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. febrúar sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar umfjöllun til samráðsfundar bæjarstjórnar og öldungaráðs.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2019

Málsnúmer 2019040448Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til desember 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 að fjárhæð 15 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2020

Málsnúmer 2020030021Vakta málsnúmer

Lögð fram tímaáætlun um rekstraryfirlit og ársuppgjör.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Fræðslunefnd - skipun nefndarmanna 2018-2022

Málsnúmer 2020020712Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslunefnd.

Guðrún Guðmundsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Karólínu Gunnarsdóttur. Anna Marit Níelsdóttir verði varafulltrúi í stað Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Bæjarráð samþykkir að Guðrún Guðmundsdóttir taki sæti aðalfulltrúa í fræðslunefnd og Anna Marit Níelsdóttir verði varafulltrúi.

7.Stjórnendaálag forstöðumanna

Málsnúmer 2017010057Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 19. febrúar 2020:

Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.

Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að útbúa tillögur að breytingum á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna með fimm samhljóða atkvæðum.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 27. febrúar 2020.
Bæjarráð vísar lið 1 til skipulagssviðs, lið 2 og 4 til bæjarstjóra, lið 3 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, lið 5 til samfélagssviðs og lið 6 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir eftirtalinna funda stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra:

1. fundur - 3. desember 2019

2. fundur - 18. desember 2019

3. fundur - 27. desember 2019

4. fundur - 15. janúar 2020

5. fundur - 12. febrúar 2020

6. fundur - 21. febrúar 2020

Fundargerðirnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1/stjorn-ssne

10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál

Málsnúmer 2020020639Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. febrúar 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0366.html
Bæjarráð tekur undir frumvarpið en leggur áherslu á að daggjöld frá ríkinu duga ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimila og mikilvægt er að það verði leiðrétt án frekari tafa.

11.Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál

Málsnúmer 2020020642Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. febrúar 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0195.html
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með þingsályktunina og telur afar mikilvægt að staða barna í landinu verði könnuð með heildrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 10:25.