Bæjarráð

3628. fundur 21. febrúar 2019 kl. 08:15 - 11:43 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Þórhallur Jónsson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Eftirlitsmyndavélar á Akureyri

Málsnúmer 2017050095Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 1. febrúar 2019:

Lögð voru fyrir fundinn samningsdrög að samningi við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Neyðarlínuna ohf. varðandi kaup, uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavélakerfis á Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og kynnti málið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum enda rúmist hann innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd bæjarins.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - upplýsingar um nefndastörf

Málsnúmer 2019020278Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skipan sambandsins á fulltrúum í nefndir, stjórnir og starfshópa frá ársbyrjun 2018.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

3.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýst eftir framboðum í stjórn

Málsnúmer 2019020198Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 11. febrúar 2019 frá Óttari Guðjónssyni f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

4.Styrkbeiðni vegna þátttöku í She Runs

Málsnúmer 2019020231Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2019 frá Hólmfríði Jóhannsdóttur kennara í Menntaskólanum á Akureyri (MA) þar sem hún sækir um ferðastyrk fyrir sjö stúlkur úr MA sem eru að fara á ráðstefnuna She Runs í París á vegum Alþjóða skólaíþróttasambandsins. Meðfylgjandi er kynning á verkefninu She Runs.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 140 þúsund krónur sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.

5.Neytendasamtökin - styrkbeiðni fyrir árið 2019

Málsnúmer 2018120012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2019 frá Breka Karlssyni fyrir hönd Neytendasamtakanna þar sem sótt erum um styrk til reksturs samtakanna.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 100 þúsund krónur sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.

6.Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2012070047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um störf sjóðsins á árinu 2018.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. febrúar 2019
Bæjarráð vísar liðum 1, 5, 8, 9, 11 og 15 og til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 2 til fjölskyldusviðs, lið 3 til samfélagssviðs, lið 6 til skipulagssviðs. Liðum 12, 13 og 14 er vísað til verkefnisstjóra brothættra byggða. Liðir 4, 7 og 10 eru lagðir fram til kynningar.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál 2018

Málsnúmer 2019020006Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar sl. og þá var ákveðið að óska eftir því að ungmennaráð tæki frumvarpið til umræðu og umsagnar.

Ari Orrason og Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúar í ungmennaráði mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna og gagnlegar umræður.

Bæjarráð tekur undir umsögn ungmennaráðs og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn bæjarins ásamt umsögn ungmennaráðs.

9.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020-2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð 7. mars nk.

10.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - umsókn um stofnframlag 2018-2019

Málsnúmer 2018110012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2019 frá Birni Arnari Magnússyni f.h. Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins þar sem tilkynnt er að vegna höfnunar Íbúðalánasjóðs á stofnframlagi muni Brynja ekki fjárfesta í nýjum íbúðum á Akureyri á árinu 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli óánægju með synjun Íbúðalánasjóðs á stofnframlagi til handa Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Brynja ráðgerði að kaupa 10 íbúðir í nýbyggingum á Akureyri sem ætlaðar voru öryrkjum og var umsóknin byggð á lögum um almennar íbúðir. Brynja hafði þegar fengið vilyrði Akureyrarbæjar fyrir stofnframlagi sveitarfélagsins og gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2019.

Það skýtur skökku við að synjun Íbúðalánasjóðs byggir á að umsóknir um stofnframlög séu langt umfram það fjármagn sem til úthlutunar er og vísað til þess að leggja eigi áherslu á nýbyggingar og því falli umsókn Brynju ekki eins vel að markmiðum laganna þar sem nýbyggingar skuli njóta forgangs.

Vill bæjarráð vekja athygli Íbúðalánasjóðs á að alltaf hefur legið fyrir að Brynja leggur áherslu á að kaupa íbúðir í nýbyggingum og því hljóti umsókn félagsins að falla undir markmið laganna. Þá telur bæjarráð mikilvægt að horft sé til þess að stofnframlögum er ætlað að stuðla að uppbyggingu almennra leiguíbúða á landinu öllu. Skorar bæjarráð á Íbúðalánasjóð að endurskoða afstöðu sína nú þegar.

11.Reglur um símenntun starfsfólks - endurskoðun 2018

Málsnúmer 2018110064Vakta málsnúmer

Liður 1 fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. febrúar 2019:

Lögð fram tillaga að endurskoðun á Reglum um símenntun starfsfólks Akureyrarbæjar sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar 4. febrúar 2019.

Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu fræðslunefndar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á Reglum um símenntun starfsfólks Akureyrarbæjar með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum.

12.Endurskoðun á samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks

Málsnúmer 2018100268Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. febrúar 2019:

Lögð fyrir tillaga að breytingum á Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar 4. febrúar 2019.

Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu fræðslunefndar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks.

13.Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019010259Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. febrúar 2019:

Kynnt tillaga að breytingum á núgildandi verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.

14.Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda

Málsnúmer 2018010334Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. febrúar 2019:

Lögð fram tillaga að breytingum á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á verklagsreglum um greiðslur fyrir akstur starfsmanna í þágu Akureyrarbæjar.

15.Lóðir í deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð - úthlutunaraðferð

Málsnúmer 2019010116Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. febrúar 2019:

Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 10. janúar 2019 varðandi undirbúning fyrir úthlutun lóða sem afmarkaðar eru í nýsamþykktu deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð.

Með vísun í viljayfirlýsingu Akureyrarbæjar og Búfesti frá 5. janúar 2018 leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að Búfesti fái til úthlutunar, án auglýsingar, lóðir undir parhús og fjögurra íbúða fjölbýli eins og þær eru afmarkaðar í deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar. Er slík úthlutun heimil sbr. ákvæði í gr. 2.4 í reglum um úthlutun lóða.Varðandi fjölbýlishúsalóð fyrir 46-60 íbúðir þá leggur skipulagsráð til við bæjarráð að lóðin verði boðin út þar sem hæstbjóðandi fái lóðinni úthlutað.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að hún sé ekki sammála því að notuð verði útboðsaðferð við úthlutun fjölbýlishúsalóðarinnar.Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

16.Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019

Málsnúmer 2019020277Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun á reglum um gatnagerðargjöld.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsráðs og óskar eftir tillögum að afslætti á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey með vísan til brothættra byggða og 2. mgr. gr. 5.2 í gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Akureyrarkaupstað.

17.Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál 2018

Málsnúmer 2019020149Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. febrúar 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:

https://www.althingi.is/altext/149/s/0835.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir ábendingar sem Sjúkrahúsið á Akureyri hefur sent inn á samráðsgátt stjórnvalda og felur bæjarlögmanni að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

18.Stjórnsýslubreytingar - úttekt

Málsnúmer 2017110159Vakta málsnúmer

Lögð fram úttekt á stöðu innleiðingar stjórnsýslubreytinga.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:43.