Bæjarráð

3688. fundur 18. júní 2020 kl. 08:15 - 11:03 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Lundarskóli - loftgæði - LUSK

Málsnúmer 2020020505Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 15. júní 2020:

Lagt var fram minnisblað frá UMSA og skýrsla frá Mannviti um fyrirhugaðar aðgerðir í Lundarskóla vegna endurbóta.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.

Meirihluti fræðsluráðs óskar eftir að farið verði í gagngerar endurbætur við Lundarskóla auk stækkunar á matsal og frágangi á lóð. Auk þess leggur fræðsluráð áherslu á að hugað verði að hönnun og byggingu leikskóla við Lundarskóla í framtíðinni. Í ljósi fyrirliggjandi gagna taka endurbætur stystan tíma og raska þar með skólastarfi minnst auk þess sem þær munu fullnægja þörfum nútíma skólastarfs. Endurbætur á skólanum eru hagkvæmasti kosturinn bæði út frá fjármagni og faglegum forsendum skólastarfs. Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Rósa Njálsdóttir M-lista sat hjá.

Þórhallur Harðarson D-lista greiddi atkvæði á móti.


Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi, Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði og Erla Sara Svavarsdóttir byggingarverkfræðingur frá Mannviti sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 09:30.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2020

Málsnúmer 2020030021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjögurra mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Ásthildur Sturludóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:13.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Aðgerðaáætlun - skógarkerfill, alaskalúpína og bjarnarkló

Málsnúmer 2019060103Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júní 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júní 2020 varðandi heftingu útbreiðslu á ágengum plöntum í bæjarlandinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

6.Moldarlosunarsvæði að Jaðri

Málsnúmer 2018010445Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júní 2020:

Drög að samningi og verklagi vegna moldarlosunarsvæðis að Jaðri lögð fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og með fyrirvara um að fjármagn í verkefnið fáist samþykkt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Samningur við Landsnet um lagnaleið Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2020060551Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Landsnets og Akureyrarbæjar vegna lagnaleiðar Hólasandslínu 3. Með drögunum fylgja drög að yfirlýsingu, tilboðsforsendur og kort af strengleiðinni.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari gagna vegna málsins.

8.Bílaklúbbur Akureyrar - beiðni um að fá að veðsetja eignir

Málsnúmer 2020060408Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2020 frá Einari Gunnlaugssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar óskað er eftir að Akureyrarbær veiti félaginu leyfi til veðsetningar til Íslandsbanka vegna láns sem bankinn er tilbúinn að veita félaginu. Um er að ræða veðsetningu að upphæð allt að 80 milljón króna til allt að 5 ára.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara.

9.Fiskeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 2020050293Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2020 þar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leitar umsagnar um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin yrði frá Siglunesi að Bjarnarfjalli.

Þess er óskað að umsögn berist atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti eigi síðar en 9. júlí nk. Því er góðfúslega beint til sveitarfélaga á svæðinu að þau eigi viðræður sín á milli við undirbúning umsagna/umsagnar.
Bæjarráð vísar til bókana á fundi bæjarstjórnar 19. maí 2020.

10.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um skipan viðræðuhóps vegna formlegra samninga við SÍ um skil á rekstri ÖA.
Bæjarráð skipar Guðmund Baldvin Guðmundsson formann bæjarráðs, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmann í viðræðuhóp vegna formlegra samninga um yfirtöku SÍ á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 10:50.

11.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 136. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 10. júní 2020. Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

12.Öldungaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar öldungaráðs dagsett 8. júní 2020.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

Fundi slitið - kl. 11:03.