Bæjarráð

3656. fundur 10. október 2019 kl. 08:15 - 13:19 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf

Málsnúmer 2019040495Vakta málsnúmer

Kynning á kröfulýsingu vegna gerðar smáforrits.

Bergvin Gunnarsson og Halla Hrund Skúladóttir frá Stefnu ehf. mættu á fundinn og kynntu lýsinguna.

Anna Fanney Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir fulltrúar í stjórn Akureyrarstofu, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Höllu Hrund og Bergvin fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 25. september 2019:

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og starfsmaður ungmennaráðs kynnti ný drög að samþykkt fyrir ungmennaráð.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð óskar eftir að ákvæði um fyrirkomulag kosninga í ungmennaráð verði sett inn í samþykktina og gerir ekki athugasemdir við aðrar tillögur að breytingum.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar samþykkt ungmennaráðs aftur til ungmennaráðs og frístundaráðs með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

3.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 25. september 2019:

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti drög að breyttu erindisbréfi fyrir stýrihóp um heilsueflandi samfélag.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við ný drög og samþykkir þau sem slík og vísar erindisbréfinu til bæjarráðs.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindisbréfinu til bæjarstjóra en skv. samþykktum bæjarins ber fastaráði að samþykkja erindisbréf vinnuhópa fyrir sitt leyti og skila til bæjarstjóra.

4.Hlíðarfjall - rekstrarúttekt 2019

Málsnúmer 2019070527Vakta málsnúmer

Kynnt minnisblað KPMG um rekstur Hlíðarfjalls.

Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þorsteini fyrir kynninguna. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og sviðsstjóra samfélagssviðs að vinna málið áfram.

5.Málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2019100133Vakta málsnúmer

Rætt um samspil málaflokks fatlaðs fólks, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og þjónustusamninga.

Heimir Haraldsson formaður velferðarráðs, Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs, Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Slökkvilið Akureyrar - samstarfssamningur

Málsnúmer 2019090221Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 13. september 2019:

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli SA og BSÞ.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir minnisblaði frá slökkviliðsstjóra um samninginn.

8.Reiðleið sunnan flugvallar

Málsnúmer 2019100134Vakta málsnúmer

Rætt um reiðleið og brúargerð sunnar flugvallar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboðsferli vegna brúarinnar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni.

9.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. september 2019:

Tekin fyrir áform Vegagerðarinnar um að afhenda Akureyrarbæ Borgarbraut og Hlíðarbraut til eignar og umsjónar.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur ótækt að taka við vegunum þar sem ekki fylgir fjármagn frá ríkinu. Enda má ætla að rekstrarkostnaður vegna þeirra sé um kr. 30 milljónir á ári.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð mótmælir áformum Vegagerðarinnar og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vegagerðarinnar um málið.

10.Sigurhæðir - sala húsnæðis

Málsnúmer 2019090404Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 26. september 2019:

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal selja húsið Sigurhæðir.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að húsið Sigurhæðir verði sett í söluferli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Vegna fjölmargra hugmynda um breytta notkun á húsnæði Sigurhæða felur bæjarráð Akureyrarstofu að rýna hugmyndirnar áður en til sölu kemur.

11.Landsmót skáta að Hömrum 2020

Málsnúmer 2019090472Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2019 frá Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra og Rakel Ýr Sigurðardóttur viðburðastjóra f.h. Landsmóts skáta 2020 þar sem óskað er eftir styrk til mótshaldsins. Mótið verður haldið að Hömrum 8.-14. júlí 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

12.Minningargarður

Málsnúmer 2019090495Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2019 frá Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, fyrir hönd Trés lífsins ehf., þar sem spurt er hvort áhugi sé fyrir því að opna Minningargarð á Akureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagssviðs.

13.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. september 2019.
Bæjarráð vísar lið 1 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og lið 2 til fjölskyldusviðs og búsetusviðs.

14.Verkefnaráð vegna Blöndulínu 3 - tilnefning fulltrúa

Málsnúmer 2019100128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2019 þar sem Elín Sigríður Óladóttir samráðsfulltrúi f.h. Landsnets óskar eftir að Akureyrarbær tilnefni aðal- og varafulltrúa í verkefnaráð vegna Blöndulínu 3.
Bæjarráð tilnefnir bæjarfulltrúana Gunnar Gíslason og Höllu Björk Reynisdóttur í verkefnaráðið.

15.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 11. september 2019.

16.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010399Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. september 2019.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

17.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum, 16. mál 2019

Málsnúmer 2019090559Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2019 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0016.html

18.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, 26. mál 2019

Málsnúmer 2019090550Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0026.html
Bæjarráð vekur athygli á því að Akureyrarbær hefur þegar hafið umfangsmiklar fráveituframkvæmdir og telur mikilvægt að hugað sé að afturvirkni ákvæða um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda og nái þannig til þeirra sveitarfélaga sem farið hafa í kostnaðarsamar fráveituframkvæmdir á undanförnum árum en ekki eingöngu til þeirra sveitarfélaga sem dregið hafa að fara í slíkar framkvæmdir.

19.Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál 2019

Málsnúmer 2019090545Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. september 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál 2019. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0022.html

Fundi slitið - kl. 13:19.