Bæjarráð

3644. fundur 27. júní 2019 kl. 08:15 - 12:45 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Hulda Sif Hermannsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2019

Málsnúmer 2019040448Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjögurra mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Lántaka Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019060413Vakta málsnúmer

Rætt um lántöku Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

3.Framkvæmdasjóður Akureyrar

Málsnúmer 2019060414Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að Framkvæmdasjóður Akureyrar verði lagður niður og eignir hans færðar til aðalsjóðs og skuld við aðalsjóð felld niður.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Rætt um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Sjávargata Hrísey - lóð 152127 - kauptilboð

Málsnúmer 2017100212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tryggvi Gunnarsson fasteignasali f.h. Guðmars ehf. gerir kauptilboð í fasteignir Akureyrarbæjar, Ægisgötu 11 (fastanúmer 221-7703) og Ægisgötu 13 (fastanúmer 223-2752) í Hrísey. Fasteignin Sjávargata í Hrísey (fastanúmer 215-6391) er boðin í makaskiptum og tilboð gerir að auki ráð fyrir að Akureyrarbær greiði 6,5 milljónir í peningum.
Frestað til næsta fundar.

6.Fjársýslusvið - starfsáætlun 2020

Málsnúmer 2019060415Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2020

Málsnúmer 2019050586Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2020.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2019

Málsnúmer 2019020370Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um yfirvinnu og fleira fyrir maí 2019.
Frestað til næsta fundar.

9.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir

Málsnúmer 2019020450Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 75. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 11. júní 2019.

Fundargerðir nefndarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:45.