Bæjarráð

3683. fundur 14. maí 2020 kl. 08:15 - 11:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 2020040515Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að atvinnuátaksverkefnum í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og samfélagssviðs að auglýsa atvinnuátaksverkefnin í samvinnu við Vinnumálastofnun.

3.Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2020

Málsnúmer 2020050066Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að atvinnuátaksverkefnum á vegum Akureyrarbæjar fyrir 18-25 ára.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og samfélagssviðs að auglýsa atvinnuátaksverkefni fyrir 18-25 ára.

4.LSS - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020040007Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Hjúkrunarheimili - nýbygging 2018-2022

Málsnúmer 2018120188Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð drög að samkomulagi um nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrarbæjar ítrekar fyrri ósk um að 8. gr. í samningi um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri hljóði sem hér segir: „Sjúkratryggingar Íslands munu auglýsa eftir rekstraraðila fyrir hjúkrunarheimilið tólf mánuðum áður en verklok eru fyrirhuguð.“ Er þetta ákvæði orðað á sama hátt og ákvæði í gr. 3.3. í samningi um byggingu hjúkrunarheimilis í Hafnarfjarðarkaupstað, dagsettum 27. október 2016, sem tekið var í notkun árið 2019. Hér var um að ræða breytingu á áður gerðum samningi um byggingu hjúkrunarheimilis, þar sem orðalagið í fyrri samningi var á sama hátt og ráðuneytið gerir nú kröfu um að verði í nýjum samningi við Akureyrarbæ. Gera verður kröfu til þess að sveitarfélög sitji við sama borð hvað þetta varðar.

Samkvæmt lögum ber ríkið ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimila. Hins vegar ber sveitarfélögum að greiða 15% af byggingarkostnaði hjúkrunarheimila á móti ríkinu sem greiðir þá 85%. Af hálfu Akureyrarbæjar verður staðið við þá kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

Varðandi þá kröfu ráðuneytisins að setja sem skilyrði fyrir samningi um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á milli Akureyrarbæjar og ríkisins að Akureyrarbær ábyrgist rekstur hjúkrunarheimilisins er ljóst að með því er verið að mismuna sveitarfélögum. Jafnframt gæti ráðuneytið með þessu skilyrði verið að mismuna íbúum á Íslandi, sem eiga rétt á þjónustunni, ef skilyrðið er að viðkomandi sveitarfélag ábyrgist reksturinn sem það síðan fellst ekki á. Ríkinu ber að veita þessa þjónustu án þess að setja skilyrði varðandi reksturinn á þriðja aðila, sveitarfélagið. Fallist viðkomandi sveitarfélag ekki á kröfu ráðuneytisins með þeim afleiðingum að þjónustan falli niður er verið að mismuna íbúum í því sveitarfélagi með vísan til íbúa í öðru sveitarfélagi þar sem byggt væri nýtt hjúkrunarheimili án slíkra skilyrða.

Rétt er að árétta að ástæða þess að Akureyrabær fellst ekki á að ábyrgjast rekstur nýs hjúkrunarheimilis er að sveitarfélagið hefur undanfarin ár rekið hjúkrunarheimili á Akureyri með miklum halla og ítrekað óskað eftir frekari greiðslum frá ríkinu vegna þess sem ríkið hefur ekki fallist á. Fyrir liggur rekstrarúttekt frá KPMG þar sem fram kemur að rekstrarhalli er ekki til kominn vegna þess að Akureyrarbær sé að veita þjónustu umfram kröfulýsingu. Með hliðsjón af því hefur Akureyrarbær nýlega tilkynnt ráðuneytinu að hann muni hvorki endurnýja gildandi samning né gera nýjan samning um rekstur hjúkrunarheimilisins. Það er mat bæjarráðs Akureyrarbæjar með hliðsjón af framanrituðu að betur fari á því að ríkið annist rekstur hjúkrunarheimila eins og því ber samkvæmt lögum og sveitarfélagið nýti það fjármagn sem ella færi í að greiða niður hallarekstur hjúkrunarheimila í að efla lögbundna þjónustu sveitarfélagsins.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Rætt um drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 að fjárhæð 47,3 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

Umræða um nýsamþykkta skjalastefnu bæjarins og tilheyrandi verklagsreglur.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð beinir því til fastanefnda að taka skjalastefnuna og tilheyrandi verklagsreglur til umfjöllunar. Jafnframt verði kynnt staða skjalamála á starfssviði hverrar nefndar. Bæjarráð ítrekar að meðferð skjala er mikilvægur hluti faglegrar og upplýsandi stjórnsýslu og hvetur fastanefndir, sviðsstjóra og forstöðumenn til að tryggja að unnið sé í samræmi við skjalastefnuna.

9.Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2020

Málsnúmer 2020050161Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 11. maí 2020 frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 19. maí 2020 kl. 13:30 í Stássinu/Greifanum.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 8. maí 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

11.Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál

Málsnúmer 2020050101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. maí 2020 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1269.html

12.Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál

Málsnúmer 2020050085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. maí 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1215.html

13.Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál

Málsnúmer 2020050135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. maí 2020 frá umverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html

14.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál

Málsnúmer 2020050208Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. maí 2020 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1355.html
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar frumvarpinu og vekur athygli á því að Akureyrarbær hefur þegar hafið umfangsmiklar fráveituframkvæmdir. Bæjarráð hvetur til þess að tryggt verði að styrkir vegna fráveituframkvæmda nái einnig til þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa hafið kostnaðarsamar framkvæmdir á undanförnum árum en ekki eingöngu til þeirra sveitarfélaga sem dregið hafa að fara í slíkar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 11:10.