Skólastefna nýsmíði 2017

Málsnúmer 2017080125

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 14. fundur - 04.09.2017

Laufey Petrea Magnúsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar HA mætti á fundinn og kynnti vinnulag við mótun nýrrar skólastefnu.

Fræðsluráð þakkar Laufeyju fyrir greinargóða kynningu.
Fræðsluráð samþykkir að stofna stýrihóp fyrir nýsmíði skólastefnu fyrir Akureyrarbæ.

Stýrihópinn skipa:

Dagbjört Pálsdóttir (varamaður: Dagný Þóra Baldursdóttir)

Brynhildur Pétursdóttir (varamaður: Baldvin Valdemarsson)

Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs

Verkefnisstjóri.

Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að gera erindisbréf fyrir fulltrúa stýrihópsins.

Fræðsluráð - 17. fundur - 09.10.2017

"Að bregðast við byltingu - undirbúningur að nýrri skólastefnu".

Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu ehf mætti á fundinn og fjallaði um stefnumótun og kemnsluaðferðir í samræmi við gildandi menntastefnu yfirvalda.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Matthías Rögnvaldsson L-lista sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð þakkar Kristrúnu Lind fyrir hvetjandi innlegg við aðdraganda að vinnu við nýja skólastefnu Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 18. fundur - 23.10.2017

Vinna við gerð skólastefnu.
Baldvin Valdemarsson D-lista vék af fundi kl. 14:45.

Fræðsluráð - 21. fundur - 04.12.2017

Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir stöðuna í vinnuferlinu.

Fræðsluráð - 6. fundur - 19.02.2018

Dagný Þóra Baldursdóttir L-lista boðaði forföll og einnig varamaður hennar.
Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu vinnunnar við gerð skólastefnu.

Fræðsluráð - 12. fundur - 18.05.2018

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á skólastefnu Akureyrarkaupstaðar.

Fræðsluráð - 13. fundur - 18.06.2018

Karl Frímannsson sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu á vinnu við endurskoðun skólastefnu Akureyrarkaupstaðar.

Fræðsluráð - 16. fundur - 03.09.2018

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti stöðu vinnunnar við endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 5. fundur - 04.03.2019

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti vinnu við endurskoðun á skólastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarstjórn - 3450. fundur - 05.03.2019

Umræða um skólastefnu bæjarins.

Málshefjandi, Sóley Björk Stefánsdóttir, hóf umræðuna. Auk hennar tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason (í þriðja sinn).
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans skora á meirihlutann að sýna þann metnað að vinna markvisst að endurnýjun skólastefnu Akureyrarbæjar og klára hana ásamt aðgerðaáætlun fyrir árslok 2019.

Fræðsluráð - 6. fundur - 18.03.2019

Drög að endurskoðun á skólastefnu Akureyrarbæjar lögð fram tilkynningar og afgreiðslu.
Fræðsluráð vísar drögunum til kynningar í ráðum bæjarfélagsins.

Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna áframhaldandi vinnu við gerð skólastefnu og leggja fyrir næsta fund fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 7. fundur - 01.04.2019

Á 6. fundir fræðsluráðs var sviðsstjóra fræðslusviðs falið að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna áframhaldandi vinnu við gerð skólastefnu.

Fræðsluráð samþykkir framlagt erindisbréf.

Fræðsluráð - 10. fundur - 20.05.2019

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram til kynningar fundargerðir stýrihóps um endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 11. fundur - 03.06.2019

Sigríður Ingadóttir frá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri kom á fundinn og leiddi vinnu og umræður um framtíðarsýn í skólamálum Akureyrarbæjar. Verkefnið er hluti af endurskoðun skólastefnu bæjarins og þeirri vinnu sem nú þegar hefur verið innt af hendi.

Fræðsluráð - 16. fundur - 16.09.2019

Rætt um gerð menntastefnu Akureyrarbæjar og framkvæmd hennar.
Fræðsluráð felur formanni og sviðsstjóra að leita aðila til að ljúka vinnu við menntastefnu bæjarins og aðgerðaráætlun.

Fræðsluráð - 19. fundur - 11.11.2019

Sviðsstjóri fræðslusviðs og formaður fræðsluráðs kynntu stöðu endurskoðunar á menntastefnu Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 25. fundur - 03.02.2020

Forstöðumaður fræðsluráðs og sviðsstjóri fræðslusviðs kynntu lokadrög að endurskoðaðri menntastefnu Akureyrarbæjar.

Ungmennaráð - 6. fundur - 06.04.2020

Karl Frímannsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs, óskaði eftir því að ungmennaráð tæki Menntastefnu Akureyrarbæjar til umsagnar.
Fulltrúum ungmennaráðs þykir jákvætt að lögð er miki áhersla á það að hlusta á raddir barna í menntatefnu bæjarins og taka undir mikilvægi þess að undirbúa börn fyrir störf í breytilegum heimi. Þá fagna fulltrúar ungmennaráðs þeirri áherslu sem lögð er á tækni og stafræna þekkingu hjá börnum og ungmennum. Ungmennaráð leggur enn fremur til að haldin verði keppni meðal ungmenna um bestu kynninguna á stefnunni sjálfri. Þá þykir fulltrúum ungmennaráðs mikilvægt að ungmenni kynni menntastefnuna fyröðrum ungmennum.

Stjórn Akureyrarstofu - 297. fundur - 16.04.2020

Að beiðni fræðsluráðs er óskað eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um nýja menntastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra að koma á framfæri þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.

Stjórnin telur mikilvægt að unnin verði aðgerðaáætlun og gerð verði kostnaðargreining.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Að beiðni fræðsluráðs er óskað eftir umsögn frístundaráðs um nýja menntastefnu.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir engar athugasemdir við nýja menntastefnu.

Velferðarráð - 1320. fundur - 06.05.2020

Drög að menntastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Velferðarráð telur mikilvægt að unnin verði aðgerðaáætlun og að gerð verði kostnaðargreining.

Fræðsluráð - 30. fundur - 18.05.2020

Menntastefna Akureyrarbæjar lögð fram til staðfestingar.

Drög að menntastefnu Akureyrarbæjar voru send til umsagnar í ungmenna-, velferðar- og frístundaráði og stjórn Akureyrarstofu. Engar efnisbreytingar voru lagðar til í ráðunum en lögð áhersla á að samhliða afgreiðslu stefnunnar verði gerð aðgerðaáætlun og kostnaðarmat.

Drög að aðgerðaáætlun liggur fyrir og verður hún útfærð í nánu samstarfi við hvern skóla. Áætlað er að hún liggi fyrir til samþykktar í fræðsluráði eigi síðar en 5. október 2020.

Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagða menntastefnu og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fræðsluráð - 31. fundur - 29.05.2020

Aðgerðaáætlun vegna endurskoðunar menntastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða aðgerðaáætlun vegna menntastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Kynning og afgreiðsla endurskoðaðrar menntastefnu Akureyrarbæjar og tilheyrandi aðgerðaáætlunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs kynnti stefnuna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Heimir Haraldsson, Halla Björk Reynisdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða menntastefnu með 11 samhljóða atkvæðum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn meðfylgjandi aðgerðaáætlun.

Bæjarstjórn fagnar metnaðarfullri menntastefnu og skýrri aðgerðaáætlun og bindur miklar vonir við að hún nýtist börnum og ungmennum sem og skólasamfélaginu öllu.