Velferðarráð

1320. fundur 06. maí 2020 kl. 14:00 - 16:59 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri öa
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Sigrún Elva Briem M-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Barnavernd - 2020

Málsnúmer 2020030698Vakta málsnúmer

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar kynnti einstaklingsmál.
Málefni einstaklinga eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2020

Málsnúmer 2020040596Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsaðstoð janúar - mars 2020.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

3.Þjónusta fyrir fatlað fólk: Hæfing - iðja - virkni

Málsnúmer 2020040567Vakta málsnúmer

Minnisblað frá Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Karólínu Gunnarsdóttur sviðsstjóra búsetusviðs dagsett 28. apríl 2020 lagt fram til kynningar.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram og vísar málinu til samstarfshóps um málefni fatlaðra.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020040595Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar - mars 2020.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

5.Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030378Vakta málsnúmer

Covid-19 - stöðumat sviða velferðarráðs. Hvernig hefur gengið? Staðan í dag og framtíðin.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar starfsfólki Öldrunarheimila Akureyrar og búsetu- og fjölskyldusviðs fyrir óeigingjarnt starf á tímum Covid-19. Starfsfólk hefur aðlagað líf sitt að því starfi sem það sinnir og sett hagsmuni skjólstæðinga sinna framar sínum eigin.

6.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við einstaklinga með heilabilun.

7.Endurskoðun menntastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Drög að menntastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Velferðarráð telur mikilvægt að unnin verði aðgerðaáætlun og að gerð verði kostnaðargreining.

8.Starfsendurhæfing Norðurlands - skipan fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2020040599Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jakobínu Elvu Káradóttur forstöðumanni Starfsendurhæfingar Norðurlands þar sem hún óskar eftir tilnefningum í stjórn Starfsendurhæfingarinnar.
Velferðarráð tilnefnir Guðrúnu Sigurðardóttur sem aðalmann í

stjórn Starfsendurhæfingar Norðurlands og Önnu Marit Níelsdóttur sem varamann.

9.Ungfrú Ragnheiður - beiðni um samstarfssamning

Málsnúmer 2020040486Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um samstarfssamning vegna verkefnisins Ungfrú Ragnheiður frá Ingibjörgu Halldórsdóttur deildarstjóra Eyjafjarðardeildar Rauða krossins dags. 19. júlí 2019.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 16:59.