Bæjarstjórn

3450. fundur 05. mars 2019 kl. 16:00 - 19:09 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir 1. varaforseti
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista mætti í forföllum Andra Teitssonar.
Hildur Betty Kristjánsdóttir L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá lið 3 í fundarboði, 2019020277 - Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019. Var það samþykkt samhljóða.

1.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. febrúar 2019:

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar sl. og var drögunum þá vísað aftur til velferðarráðs og óskað eftir að ráðið aflaði frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.

Velferðarráð tók málið fyrir á fundi sínum 20. febrúar sl. þar sem tillaga var gerð um að lágmarksgreiðslubyrði verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með þeirri breytingu að lágmarksgreiðslubyrði í 7. grein reglnanna verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000 og að reglurnar taki gildi frá og með 1. apríl nk. Reglunum er vísað til bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna og forsögu hennar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með 7 atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Hlynur Jóhannsson sitja hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Við getum ekki samþykkt þá tillögu sem liggur fyrir bæjarstjórnarfundi í dag þar sem hún felur í sér skerðingu á ráðstöfunartekjum hjá 81 einstaklingi, sem hefur lágar ráðstöfunartekjur fyrir og ekki er gert ráð fyrir neinum mótvægisaðgerðum til þess að draga úr þessum skerðingum.

2.Lóðir í deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð - úthlutunaraðferð

Málsnúmer 2019010116Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. febrúar 2019:

Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 10. janúar 2019 varðandi undirbúning fyrir úthlutun lóða sem afmarkaðar eru í nýsamþykktu deiliskipulagi við Melgerðisás og Skarðshlíð.

Með vísun í viljayfirlýsingu Akureyrarbæjar og Búfesti frá 5. janúar 2018 leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að Búfesti fái til úthlutunar, án auglýsingar, lóðir undir parhús og fjögurra íbúða fjölbýli eins og þær eru afmarkaðar í deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar. Er slík úthlutun heimil sbr. ákvæði í gr. 2.4 í reglum um úthlutun lóða.



Varðandi fjölbýlishúsalóð fyrir 46-60 íbúðir þá leggur skipulagsráð til við bæjarráð að lóðin verði boðin út þar sem hæstbjóðandi fái lóðinni úthlutað.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að hún sé ekki sammála því að notuð verði útboðsaðferð við úthlutun fjölbýlishúsalóðarinnar.



Bæjarráð fjallaði um málið á fundi 21. febrúar sl. og vísaði því þar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.



Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Geir Kristinn Aðalsteinsson, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Geir Kristinn Aðalsteinsson (í annað sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson (í þriðja sinn).
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs með 9 atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðslu.

3.Hesjuvellir - beiðni um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2018120185Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Erindi lagt fram að nýju eftir umsögn Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir skýringum bæjarstjórnar á þörf fyrir breytingunni og rökstuðningi fyrir því hvers vegna breytingin telst vera óveruleg.

Skipulagsráð telur að staðsetning fyrirhugaðs íbúðarhúss á jörðinni Hesjuvöllum hafi ekki áhrif á neina aðra hagsmunaaðila en umsækjendur sjálfa. Um er að ræða nýtt íbúðarhús á jörð sem er skráð sem lögbýli í einkaeigu. Fram kemur í umsókn eigenda jarðarinnar að ástand núverandi húss á jörðinni sé bágborið og því má líta á málið sem eðlilega endurnýjun mannvirkja á jörðinni. Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Aðalskipulag Akureyrarbæjar - Hólasandslína

Málsnúmer 2018030073Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 20. febrúar 2019 þar sem fram kemur að stofnunin geti fallist á að breyting á aðalskipulagi sem varðar færslu Hólasandslínu 3 sunnan flugvallar sé óveruleg en að bæjarstjórn þurfi að taka efnislega afstöðu til þeirra atriða sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Umsagnirnar lagðar fram að nýju ásamt tillögu að viðbrögðum við efnisatriðum þeirra.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að umsögn um efnisatriðin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að senda lagfærð gögn til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og fór yfir þær athugasemdir sem bárust.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

Málsnúmer 2019020459Vakta málsnúmer

Umræða um drög að frumvarpi til laga um um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Drögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1309

Málshefjandi, Ingibjörg Ólöf Isaksen, reifaði innihald frumvarpsins og hugsanlegar afleiðingar þess og kynnti jafnframt bókun um málið.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hlynur Jóhannsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason (í annað sinn) og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar B-lista, V-lista og M-lista hvetja íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að hægt verði að tryggja áframhaldandi sérstöðu Íslands hvað varðar heilbrigði búfjárstofna og lága tíðni sýkinga af völdum fjölónæmra baktería. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.

Áhyggjuefni er hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða er kominn. Aðgerðaráætlunin kemur inn á mikilvæg atriði en dugir ekki ein og sér, auk þess sem gefinn er afar knappur tími til innleiðingar.

Verði frumvarpið að veruleika mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins. Á Akureyri má áætla að á fjórða hundrað störf séu beint afleidd af landbúnaði, þar af 220 í kjötvinnslu. Landbúnaður er ein meginundirstaða atvinnu á landsbyggðinni. Óábyrgt væri af stjórnvöldum að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasaminga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.

6.Endurskoðun skólastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Umræða um skólastefnu bæjarins.

Málshefjandi, Sóley Björk Stefánsdóttir, hóf umræðuna. Auk hennar tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason (í þriðja sinn).
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans skora á meirihlutann að sýna þann metnað að vinna markvisst að endurnýjun skólastefnu Akureyrarbæjar og klára hana ásamt aðgerðaáætlun fyrir árslok 2019.

7.Stefnumótandi byggðaáætlun

Málsnúmer 2019030005Vakta málsnúmer

Umræður um með hvaða hætti Akureyrarbær getur sýnt frumkvæði í samvinnu við stoðstofnanir og ríkisstofnanir þegar kemur að verkefnum í stefnumótandi byggðaáætlun.

Áætlunina má nálgast á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjornir-og-byggdamal/byggdamal/byggdaaaetlun/byggdaaaetlun-2018-2024/

Málshefjandi, Hilda Jana Gísladóttir, reifaði innihald stefnumótandi byggðaáætlunar og hvernig hún getur snert hagsmuni Akureyrarbæjar.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 21. og 28. febrúar 2019
Bæjarráð 21. og 28. febrúar 2019
Frístundaráð 20. febrúar 2019
Fræðsluráð 18. febrúar 2019
Skipulagsráð 27. febrúar 2019
Stjórn Akureyrarstofu 21. febrúar 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. febrúar 2019
Velferðarráð 20. febrúar 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 19:09.