Fræðsluráð

17. fundur 09. október 2017 kl. 13:30 - 16:00 Glerárskóli
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Anna Rósa Magnúsdóttir
  • Brynhildur Pétursdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Baldvins Valdemarssonar.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista boðaði forföll. Varamaður hans komst ekki á fundinn.
Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti á fundinn klukkan 13:50.

1.Upplýsingar um dagvistunar- og leikskólamál

Málsnúmer 2017010168Vakta málsnúmer

Í upphafi fundar var farið í stutta heimsókn í nýja leikskóladeild í Glerárskóla, Lautina. Drífa Þórarinsdóttir deildarstjóri Lautarinnar sagði frá starfinu, en deildin heyrir undir leikskólann Tröllaborgir.
Fræðsluráð þakkar Drífu fyrir góða kynningu á starfseminni.

2.Rekstur fræðslumála 2017

Málsnúmer 2017040126Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar - ágúst 2017.

3.Skólastefna nýsmíði 2017

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

"Að bregðast við byltingu - undirbúningur að nýrri skólastefnu".

Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu ehf mætti á fundinn og fjallaði um stefnumótun og kemnsluaðferðir í samræmi við gildandi menntastefnu yfirvalda.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Matthías Rögnvaldsson L-lista sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð þakkar Kristrúnu Lind fyrir hvetjandi innlegg við aðdraganda að vinnu við nýja skólastefnu Akureyrarbæjar.

4.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018-2021

Málsnúmer 2017090069Vakta málsnúmer

Farið var yfir starfsáætlun og áætlun fyrir árin 2018-2021.
Fræðsluráð samþykkir framlagða starfsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.

5.Sumarlokun leikskóla 2018-2020

Málsnúmer 2017100035Vakta málsnúmer

Fræðsluráð samþykkir að sumarlokun leikskóla verði með eftirfarandi hætti sumarið 2018.

Jafnframt mun lokunin færast til milli leikskóla og gilda einnig fyrir árin 2019 og 2020.



Leikskólarnir loka í 20 virka daga.





Naustatjörn 25 júní - 20. júlí



Hulduheimar 25 júní - 20. júlí



Iðavöllur 2. júlí -27. júlí



Pálmholt 2. júlí -27. júlí



Hólmasól 2. júlí -27. júlí



Tröllaborgir 2. júlí -27. júlí



Lundarsel 9. júlí - 3. ágúst



Krógaból 9. júlí - 3. ágúst



Kiðagil
9. júlí - 3. ágúst

Fundi slitið - kl. 16:00.