Fræðsluráð

30. fundur 18. maí 2020 kl. 13:30 - 15:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
 • Þorlákur Axel Jónsson
 • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Erna Rós Ingvarsdóttir
 • Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Atli Þór Ragnarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Bryndís Valgarðsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • María Aðalsteinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
 • María Aldís Sverrisdóttir varamaður fulltrúa leikskólakennara
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að leita afbrigða við útsenda dagskrá og taka af dagskrá lið 5 í útsendri dagskrá: 2020020505 LUSK - Lundarskóli - þak.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

María Aldís Sverrisdóttir varamaður fulltrúa leikskólakennara mætti í forföllum Hafdísar Ólafsdóttur.

1.Endurskoðun menntastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Menntastefna Akureyrarbæjar lögð fram til staðfestingar.

Drög að menntastefnu Akureyrarbæjar voru send til umsagnar í ungmenna-, velferðar- og frístundaráði og stjórn Akureyrarstofu. Engar efnisbreytingar voru lagðar til í ráðunum en lögð áhersla á að samhliða afgreiðslu stefnunnar verði gerð aðgerðaáætlun og kostnaðarmat.

Drög að aðgerðaáætlun liggur fyrir og verður hún útfærð í nánu samstarfi við hvern skóla. Áætlað er að hún liggi fyrir til samþykktar í fræðsluráði eigi síðar en 5. október 2020.

Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagða menntastefnu og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kom til fundar kl. 14:10.

2.Sveigjanleiki í opnunartíma leikskóla

Málsnúmer 2020050245Vakta málsnúmer

Þórhallur Harðarson D-lista lagði fram ósk um að skoðaður verði sá möguleiki að auka sveigjanleika á opnunartíma leikskóla sumarið 2020 þar sem margir foreldrar hafa gengið á orlofsrétt sinn til að geta verið heima með börnum sínum á liðnum vikum.
Meirihluti fræðsluráðs samþykkir að opnunartímar leikskólanna verði óbreyttir sumarið 2020.

Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá.

3.Aðgengi grunnskóla að sundlaugum

Málsnúmer 2020050083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2020 barst frá skólastjórum grunnskóla Akureyrarbæjar vegna aðgengis skólanna að sundlaugum bæjarins.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna málið áfram í samstarfi við samfélagssvið.

4.Erindi frá trúnaðamönnum FG

Málsnúmer 2020050171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2020 frá trúnaðarmönnum Félags grunnskólakennara lagt fram.
Samband íslenskra sveitarfélaga fer með umboð Akureyrarbæjar í kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara þar sem kröfugerð málsaðila er leidd til lykta. Það er mat fræðsluráðs að mikilvægt sé að þeim viðræðum ljúki áður en afstaða er tekin til óska um breytingar á vinnutímaákvæði kjarasamnings kennara hjá Akureyrarbæ. Það ætti að vera keppikefli samningsaðila að stuðla að auknum sveigjanleika í starfsumhverfi grunnskólakennara og hvetur fræðsluráð samningsaðila til að leita allra leiða svo ljúka megi gerð nýs kjarasamnings.

6.Viðurkenningar fræðsluráðs 2020

Málsnúmer 2020050302Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt fræðsluráðs frá 21. janúar 2019 skal valnefnd gera tillögu til fræðsluráðs um fjölda tilnefninga ár hvert. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni. Alls bárust 8 tilnefningar vegna nemenda og 18 tilnefningar bárust vegna skólar/starfsfólk/verkefni.
Tillaga valnefndar er að veittar verði eftirfarandi viðurkenningar:

Í flokki nemenda 7 viðurkenningar.

Í flokki starfsfólks 13 viðurkenningar, þar af 10 til starfsfólks og 3 fyrir verkefni.


Fræðsluráð staðfestir tillöguna.

7.Rekstur fræðslumála 2020

Málsnúmer 2020010575Vakta málsnúmer

Forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar og gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslumála fyrstu fjóra mánuði ársins.

Fundi slitið - kl. 15:45.