Fræðsluráð

6. fundur 19. febrúar 2018 kl. 13:30 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Þórhallur Harðarson
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Dagný Þóra Baldursdóttir L-lista boðaði forföll og einnig varamaður hennar.

1.Skólastefna 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu vinnunnar við gerð skólastefnu.

2.Reglur um leikskólaþjónustu

Málsnúmer 2018020315Vakta málsnúmer

Kynntar reglur um leikskólaþjónustu.
Fræðsluráð samþykkir framlagðar reglur um leikskólaþjónustu með lítilsháttar breytingum varðandi opnunartíma.

3.Skólaleikur

Málsnúmer 2018020316Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu verkefnisins Skólaleiks sem var samstarfsverkefni leik- og grunnskóla um fyrirkomulag leikskólastarfs hjá elsta árgangi leikskólans frá því að sumarleyfi lýkur og fram að skólabyrjun grunnskólans. Haustið 2017 var tilraun gerð með verkefnið sem var sett á fót í þeim tilgangi að flýta fyrir innritun í leikskólana.
Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið, hvernig til tókst og jákvæðum viðbrögðum vegna þess.

4.Ný persónuverndarlög

Málsnúmer 2017080040Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn og fór yfir helstu áherslur í nýjum persónuverndarlögum sem snúa að skólaumhverfi.

Fundi slitið - kl. 15:45.