Fræðsluráð

31. fundur 29. maí 2020 kl. 13:30 - 14:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Atli Þór Ragnarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Bryndís Valgarðsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ragnheiður Ásta Einarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1.Endurskoðun menntastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Aðgerðaáætlun vegna endurskoðunar menntastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til staðfestingar.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða aðgerðaáætlun vegna menntastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Ársskýrsla fræðslusviðs 2019

Málsnúmer 2020050205Vakta málsnúmer

Ársskýrsla fræðslusviðs fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

3.Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2020 frá Menntamálastofnun með óskum um upplýsingar um framkvæmd umbóta við Oddeyrarskóla lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:20.