Ungmennaráð

6. fundur 06. apríl 2020 kl. 17:00 - 19:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ari Orrason
  • Brynjólfur Skúlason
  • Embla Blöndal Ásgeirsdóttir
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Hildur Lilja Jónsdóttir
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
Starfsmenn
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Arnar Már Bjarnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun menntastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs, óskaði eftir því að ungmennaráð tæki Menntastefnu Akureyrarbæjar til umsagnar.
Fulltrúum ungmennaráðs þykir jákvætt að lögð er miki áhersla á það að hlusta á raddir barna í menntatefnu bæjarins og taka undir mikilvægi þess að undirbúa börn fyrir störf í breytilegum heimi. Þá fagna fulltrúar ungmennaráðs þeirri áherslu sem lögð er á tækni og stafræna þekkingu hjá börnum og ungmennum. Ungmennaráð leggur enn fremur til að haldin verði keppni meðal ungmenna um bestu kynninguna á stefnunni sjálfri. Þá þykir fulltrúum ungmennaráðs mikilvægt að ungmenni kynni menntastefnuna fyröðrum ungmennum.

2.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Frístundaráð óskaði eftir því að tekin yrði umræða með ungmennaráði um fyrirkomulag fræðslu í Vinnuskólanum
Fulltrúum ungmennaráðs þykir mikilvægt að fræðsla í Vinnuskólanum snúi að því að undirbúa ungmenni sem best fyrir framtíðina og leggja til að áhersla verði lögð á fræðslu eða námskeið fyrir ungmenni sem gerir þeim betur kleift að mynda sér eigin skoðanir og færa rök fyrir þeim. Þá leggur ungmennaráð fram eftirfarandi tillögur að fræðslu fyrir starfsmenn Vinnuskólans:

Námskeið í gagnrýnni hugsun.

Fræðslu um kynlíf og klám með áherslu á að setja mörk í kynlífi og að það má segja nei. Fræðslu um fjármál.

Fræðslu um neyslu og neysluhyggju.

Fræðslu um stjórnmál og þá ábyrgð sem fylgir því að kjósa í ljósi umræðu um lækkun kosningaaldurs.


Þá leggja fulltrúar ungmennaráðs til að ungmennaráð sinni jafningjafræðslu fyrir ungmenni í Vinnuskólanum.

Ungmennaráð felur Ölfu Dröfn, verkefnisstjóra Barnvæns sveitarfélags, að hafa samband við Félagsmiðstöðvar Akureyrar og vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 19:00.