Fræðsluráð

14. fundur 04. september 2017 kl. 13:30 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Brynhildur Pétursdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Baldvin Valdemarsson D-lista boðaði forföll og varamaður komst ekki í hans stað.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat fundinn í forföllum Siguróla Magna Sigurðssonar.

1.Skólastefna nýsmíði 2017

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Laufey Petrea Magnúsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar HA mætti á fundinn og kynnti vinnulag við mótun nýrrar skólastefnu.

Fræðsluráð þakkar Laufeyju fyrir greinargóða kynningu.
Fræðsluráð samþykkir að stofna stýrihóp fyrir nýsmíði skólastefnu fyrir Akureyrarbæ.

Stýrihópinn skipa:

Dagbjört Pálsdóttir (varamaður: Dagný Þóra Baldursdóttir)

Brynhildur Pétursdóttir (varamaður: Baldvin Valdemarsson)

Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs

Verkefnisstjóri.

Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að gera erindisbréf fyrir fulltrúa stýrihópsins.

2.Rekstur fræðslumála 2017

Málsnúmer 2017040126Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs fór yfir rekstur fræðslumála fyrir tímabilið janúar-júlí 2017.

3.Nútímavæðing í skólum

Málsnúmer 2017080076Vakta málsnúmer

Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðslusviðs fór yfir hugmyndir um nútímavæðingu í skólum. Dagbjört sagði m.a. frá fundi sem hún átti með skólastjórnendum um nýtingu tækni í skólastarfi.
Brynhildur Pétursdóttir mætti til fundar kl. 14:55.
Sigurður Freyr Sigurðarson vék af fundi kl. 15:00.

4.Fjölskyldudeild - samningur við talmeinafræðinga

Málsnúmer 2015090295Vakta málsnúmer

Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu fór yfir endurnýjun samnings við talmeinafræðinga.

Lagt fram til kynningar.

5.Ytra mat á leikskólum 2017 - Lundarsel

Málsnúmer 2016100150Vakta málsnúmer

Björg Sigurvinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Lundarseli fór yfir helstu niðurstöður ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytis á leikskólanum Lundarseli.

Fræðsluráð þakkar Björgu fyrir greinargóða yfirferð á ytra mati leikskólans. Skýrsla um ytra mat mennta- og menningarmálaráðuneytis á leikskólanum Lundarseli verður birt á heimasíðu leikskólans Lundarsels.

6.Upplýsingar um dagvistunar- og leikskólamál

Málsnúmer 2017010168Vakta málsnúmer

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs fóru yfir áætlanir um leikskólarými og innritanir fyrir haustið 2018.

Fundi slitið - kl. 16:00.