Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1201. fundur - 21.01.2015

Rætt um gerð velferðarstefnu.
Félagsmálaráð ræddi um gerð velferðarstefnu og samþykkir að koma saman á aukafundi til að vinna að verkáætlun.

Félagsmálaráð - 1202. fundur - 02.02.2015

Unnið var að stefnumótun félagsmálaráðs vegna vinnu við gerð velferðaráætlunar fyrir Akureyrarbæ.

Velferðarráð - 1214. fundur - 16.09.2015

Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista yfirgaf fundinn.
Rætt um stofnun stýrihóps um gerð velferðarstefnu fyrir Akureyrarkaupstað.
Velferðarráð tilnefnir formann velferðarráðs í stýrihópinn.

Velferðarráð - 1220. fundur - 02.12.2015

Vinna við gerð velferðarstefnu rædd.
Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu mætti á fundinn og kynnti vinnuna.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1221. fundur - 16.12.2015

Staða vinnu við gerð velferðarstefnu 2014-2018 kynnt og rædd. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Staða vinnu við gerð velferðarstefnu 2014-2018 kynnt og rædd.

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1224. fundur - 17.02.2016

Staða vinnu við gerð velferðarstefnu 2014-2018 kynnt og rædd.

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1226. fundur - 16.03.2016

Vinna við velferðarstefnu rædd.

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Svava Þórhildur Hjaltalín D-lista vék af fundi kl. 16:37.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 16:50.

Velferðarráð - 1227. fundur - 06.04.2016

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnastjóri mætti á fund velferðarráðs undir þessum lið og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu.

Farið var yfir stöðu verkefna.

Velferðarráð - 1228. fundur - 27.04.2016

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnastjóri mætti á fund ráðsins undir þessum lið og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu.

Farið yfir stöðu verkefna við gerð velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1229. fundur - 04.05.2016

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnastjóri mætti á fund ráðsins undir þessum lið og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu. Farið yfir stöðu verkefna.

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri mætti á fund ráðsins undir þessum lið og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1232. fundur - 01.06.2016

Vinna við velferðarstefnu rædd.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri mætti á fund ráðsins og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Velferðarráð fór yfir vinnu við gerð velferðarstefnu fyrir árin 2017-2021.

Þessum lið var frestað á síðasta fundi.

Velferðarráð - 1238. fundur - 19.10.2016

Velferðarráð fór yfir vinnu við gerð velferðarstefnu fyrir árin 2017-2021.

Þessum lið var frestað á fundi 7. september 2016.

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Umræður um stöðu vinnu við mótun velferðarstefnu og skipulag áframhaldandi vinnu.
Velferðarráð felur Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs, Erlu Björgu Guðmundsdóttur formanni velferðarráðs og Sigríði Huld Jónsdóttur bæjarfulltrúa að vinna tillögur að því hvernig háttað skuli vinnu við að ljúka mótun velferðarstefnu ráðsins.

Velferðarráð - 1251. fundur - 19.04.2017

Nýjasta útgáfa velferðarstefnuskjals lagt fram til kynningar og umræðu.

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs fóru yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á stefnuskjalinu í meðförum vinnuhóps og hugmynd að vinnulagi.

Velferðarráð lýsir sig hlynnt því vinnulagi sem lagt er upp með.

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Lögð fram uppfærð drög að velferðarstefnu. Umræður um framhald stefnumótunarvinnu og áætluð verklok.
Farið yfir stöðu verkefnisins. Velferðarráð samþykkir að halda aukafund um málið þann 12. september nk. kl.15:00.

Velferðarráð - 1259. fundur - 12.09.2017

Vinnu við velferðarstefnu haldið áfram.

Velferðarráð - 1260. fundur - 20.09.2017

Unnið áfram að velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1261. fundur - 27.09.2017

Unnið áfram að velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Unnið áfram að velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1263. fundur - 18.10.2017

Áfram unnið að gerð velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1265. fundur - 15.11.2017

Unnið að gerð velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1270. fundur - 24.01.2018

Vinnu við texta velferðarstefnu haldið áfram.
Samþykkt að fela formanni og embættismönnum að vinna áfram í verkefninu á milli funda.

Velferðarráð - 1273. fundur - 07.03.2018

Kynntar breytingar sem orðið hafa á meginköflum velferðarstefnu í meðförum vinnuhóps, sbr. bókun ráðsins frá 1270. fundi þann 24. janúar sl.

Velferðarráð - 1276. fundur - 18.04.2018

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður kynnti niðurstöður starfshóps um velferðarstefnu.
Velferðarráð samþykkir að fela Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að senda stefnuskjalið til yfirlestrar og í framhaldi af því til umsagnar hjá fræðsluráði, umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði, frístundaráði, öldungaráði, ungmennaráði og notendaráði fatlaðs fólks.

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Drög að velferðarstefnu Akureyrarkaupstaðar 2017-2021 lögð fram til kynningar án athugasemda. Fræðsluráð fagnar framkomnum drögum þar sem velferð barna og ungmenna kemur skýrt fram.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs fyrir hönd velferðarráðs óskar eftir umsögn um meðfylgjandi drög að velferðarstefnu Akureyrarbæjar 2017-2021.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti.

Velferðarráð - 1277. fundur - 02.05.2018

Jón Hrói Finnsson sviðstjóri búsetusviðs kynnti stöðu vinnu við velferðarstefnu.

Frístundaráð - 31. fundur - 03.05.2018

Óskað er eftir umsögn frístundaráðs um velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri út frá þeim umræðum sem voru á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 253. fundur - 03.05.2018

Óskað er eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu á velferðarstefnu Akureyrarbæjar
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra að koma á framfæri ábendingum sem ræddar voru á fundinum.

Öldungaráð - 10. fundur - 07.05.2018

Óskað hefur verið eftir umsögn Öldungaráðs á velferðarstefnu Akureyrarbæjar
Öldungaráð fagnar þessum drögum og telur stefnuna metnaðarfulla. Passa þarf upp á að eldri borgurum sé gert jafnhátt undir höfði og börnum og ungmennum þegar kemur að aðgengi og framboði að tómstundum og leggur á það áherslu að ráðið fái að koma að gerð aðgerðaráætlunar er snýr að málefnum eldri borgara.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 32. fundur - 18.05.2018

Óskað er eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs á velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar stefnunni og hefur ekki athugasemdir um hana.

Velferðarráð - 1279. fundur - 06.06.2018

Lagðar fram umsagnir ráða um drög að velferðarstefnu Akureyrarkaupstaðar.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar fyrir innsendar umsagnir. Ráðið leggur áherslu á að notendaráðum verði gefinn kostur á að koma að gerð aðgerðaáætlunar.

Velferðarráð samþykkir velferðarstefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar.

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður yfirgaf fundinn kl. 14:50.
Róbert Freyr Jónsson varaformaður stýrði fundi eftir það.

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Drög að velferðarstefnu Akureyrarbæjar sem unnin voru á nýliðnu kjörtímabili lögð fram til kynningar og umræðu. Velferðarráð 2014-2018 samþykkti drögin fyrir sitt leyti á fundi sínum 6. júní 2018 og vísaði þeim til bæjarstjórnar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.