Velferðarráð

1226. fundur 16. mars 2016 kl. 14:00 - 17:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætti á fundinn og kynnti skýrslu um niðurstöðu endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

2.Fjárhagsaðstoð 2016

Málsnúmer 2016010029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu tvo mánuði ársins 2016.

3.Fjárhagserindi 2016 - áfrýjanir

Málsnúmer 2016010011Vakta málsnúmer

Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

4.Flutningur á milli leiguíbúða 2016 - áfrýjanir

Málsnúmer 2016030100Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir félagsráðgjafi kynntu áfrýjun í húsnæðismáli.
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

5.Búsetudeild - áfrýjanir 2016

Málsnúmer 2016030061Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri búsetudeildar kynntu áfrýjun í heimaþjónustu.
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

6.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Vinna við velferðarstefnu rædd.

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Svava Þórhildur Hjaltalín D-lista vék af fundi kl. 16:37.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 16:50.

7.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - nefndir og deildir

Málsnúmer 2016020127Vakta málsnúmer

Rætt um mögulega hagræðingu í þeim málaflokkum sem heyra undir velferðarráð og tillögur til aðgerðarhóps um framtíðarrekstur.
Umræðum vísað áfram til næsta fundar.

8.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar kynnti tilrauna- og rannsóknaverkefni með Motitec, norsku fyrirtæki, um hjólaverkefni til aukinnar hreyfingar. Verkefnið er undir umsjón Ástu Þorsteinsdóttur sjúkraþjálfara. Í lok verkefnis fer fram mat á framhaldi og notkun þessa búnaðar innan ÖA.
Málinu frestað til næsta fundar.

9.ÖA - umsókn um styrk til gæðaverkefna 2015

Málsnúmer 2016010108Vakta málsnúmer

Öldrunarheimili Akureyrarbæjar hlutu styrk frá heilbrigðisráðherra, til gæðaverkefnisins "rafræn lyfjaumsýsla". Bryndís Björg Þórhallsdóttir sem stýrir verkefninu, forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar, veitti styrknum viðtöku í velferðarráðuneytinu þann 8. mars sl.

Lögð fram tilkynning um styrkinn dagsett 4. mars 2016 og samkomulag um styrk til gæðaverkefnis dagsett 8. mars 2016 en fjárhæðin kr. 500 þús. er bundin verkefninu og að skila þurfti stuttri greinargerð um ráðstöfun styrksins.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:45.