Velferðarráð

1233. fundur 15. júní 2016 kl. 14:00 - 18:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Anna Bryndís Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá
Róbert Freyr Jónsson L-lista boðaði forföll og einnig varamaður hans Inda Björk Gunnarsdóttir.

1.Húsaleigubætur

Málsnúmer 2016050279Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir áhrifum nýlegra breytinga á reglur um sérstakar húsaleigubætur.
Velferðarráð leggur til að reglurnar verði óbreyttar en að skerðingarhlutfall vegna tekna verði 0,67% í stað 1,35% og vísar málinu í bæjarráð til lokaafgreiðslu.

2.Sérstakar húsaleigubætur - úrskurðarnefnd velferðarmála

Málsnúmer 2015120130Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar nýlegur úrskurður frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur starfsmönnum húsnæðisdeildar að taka málið til nýrrar meðferðar sbr. úrskurðarorð úrskurðarnefndar velferðarmála.

3.Fjárhagserindi 2016 - áfrýjanir

Málsnúmer 2016010011Vakta málsnúmer

Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Velferðarráð staðfestir ákvörðun félagsþjónustu um fjárhagsaðstoð.

Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra var færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

4.Notendaráð í málaflokki fatlaðra

Málsnúmer 2016050124Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lagði fram að nýju drög að samþykkt fyrir notendaráð í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkti drögin og felur starfsmönnum að undirbúa framkvæmdina og málinu vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.

5.Búsetudeild - einstaklingsmál 2016

Málsnúmer 2016020007Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynnti stöðu einstaklingsmáls í fjarveru Laufeyjar Þórðardóttur verkefnastjóra búsetudeildar. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 2. febrúar 2016 og 28. apríl 2016.
Málið lagt fram til kynningar.

6.Búsetudeild - sumardvalir fatlaðs fólks

Málsnúmer 2016060025Vakta málsnúmer

Sigríður Huld Jónsdóttir kynnti leiðbeinandi reglur vegna orlofsdvala fatlaðra en félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði starfshóp 8. febrúar sl. til að fara yfir orlofsmál fatlaðs fólks. Verkefni hópsins var m.a. að kanna möguleika á að setja sérstakar reglur um þá þjónustu sem þessi hópur fær í dag. Ráðherra samþykkti leiðbeiningar vegna sumardvalar fatlaðs fólks sem fylgdu með sem fylgiskjal á fundinum ásamt viðbrögðum ýmissa hlutaðeigendi.
Velferðarráð fór yfir leiðbeinandi reglur frá velferðarráðuneytinu um sumardvalir fyrir fatlað fólk. Ráðið fór einnig yfir athugasemdir sem komu frá þjónusturáði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi og tekur undir þær athugasemdir sem þar koma fram. Starfsmönnum í félagsþjónustu var falið að senda sambærilegar athugasemdir til ráðuneytis.

7.Bréf frá aðstandendum íbúa í Jörvabyggð 14

Málsnúmer 2016050152Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið í fjarveru Laufeyjar Þórðardóttur verkefnastjóra búsetudeildar.

Lagt var fram til kynningar bréf dagsett 11. maí 2016 frá aðstandendum íbúa á sambýli á Akureyri.
Starfsmönnum búsetudeildar er falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

8.Framkvæmdastjóri búsetudeildar - ráðning

Málsnúmer 2016030002Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti á fundinn og ræddi ráðningu í starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.

Velferðarráð tók fyrir umsóknir um starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.

Sigríður Huld Jónsdóttir formaður velferðarráðs og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynntu niðurstöður úr viðtölum við umsækjendur.
Velferðarráð samþykkir samhljóða að mæla með því að Jón Hrói Finnsson verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.

Velferðarráð þakkar öðrum umsækjendum fyrir áhugann á starfi hjá Akureyrarbæ.

9.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri mætti á fund ráðsins og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu.

10.Breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór Guðmundsson greindi frá undirbúningi og kynnti drög að rammasamkomulagi um breytingar á íbúðunum og hugmyndir að rekstrarfyrirkomulagi.
Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar var falið að vinna áfram að samningagerðinni.

11.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Málinu var frestað á fundi ráðsins 6. apríl sl.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar (ÖA) kynnti tilrauna- og rannsóknarverkefni um hjólaverkefni til aukinnar hreyfingar. Verkefnið er unnið í samvinnu við norskt fyrirtæki, Mototech, og var í umsjón Ástu Þorsteinsdóttur sjúkraþjálfara. Í lok verkefnis fór fram mat á framvindu og mögulegu framhaldi á notkun þessa búnaðar innan ÖA. Lögð var fram samantekt um verkefnið og greindi framkvæmdastjóri frá kostnaði við tækjakaup til að hægt sé að nýta þessa tækni til að styrkja hreyfigetu og lífsgæði íbúa.

Á opnum dögum/Gleðidögum ÖA sem voru 9.- 10. júní sl. var búnaðurinn kynntur sérstaklega og haldin kaffisala til fjáröflunar þessa verkefnis.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

12.Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna

Málsnúmer 2013120021Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar gerði grein fyrir samráðsfundi sem haldinn var 23. maí 2016 með fulltrúum Sjúkrahússins á Akureyri samkvæmt samningi um þjónustu öldrunarlækna. Fyrir liggur að núverandi samningur verði framlengdur.

13.Málefni í vinnslu og gögn frá SFV

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar greindi frá þátttöku sinni á félagsfundi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) sem haldinn var 3. júní sl. Til fundarins var boðað til að ræða stöðu og framvindu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamning og daggjaldagreiðslur.

Áform eru um að ljúka viðræðum í lok júní og hafa fjármunir sem greiða á hjúkrunarheimilum verið tengdir við það að hægt verði að ljúka samningum. Félagsfundur SFV samþykkti að greiðslur færu fram hið fyrsta og án tillits til hvort samningur náist innan greindra tímamarka. Á fundi SFV var einnig fjallað um viðbrögð og samstöðu meðal rekstraraðila hjúkrunarheimila ef svo fari að samningar dragist enn frekar.
Velferðarráð þakkar kynninguna og tekur undir áherslur SFV um alvarleika þess ef samningaviðræður dragast enn frekar.

14.Málaflokkur fatlaðra í Eyjafirði - ársskýrslur

Málsnúmer 2012030171Vakta málsnúmer

Ársskýrsla í málaflokki fatlaðra í Eyjafirði fyrir árið 2015 var lögð fram til kynningar.

15.Fjölskyldudeild - ársskýrsla 2015

Málsnúmer 2015060133Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar ársskýrsla fjölskyldudeildar fyrir árið 2015.

16.Fundaáætlun velferðarráðs

Málsnúmer 2015060008Vakta málsnúmer

Fundaáætlun fyrir síðari hluta ársins 2016 var lögð fram.

17.Samþykktir og gögn vegna umsóknar um endurgreiðslu vsk

Málsnúmer 2015120211Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar (ÖA) og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri kynntu athuganir sínar og tillögu að breytingum á samþykktum Gjafasjóðs ÖA í kjölfar athugasemda frá Tollstjóra vegna umsóknar um endurgreiðslu á virðisauka.
Málið tekið af dagskrá og frestað.

Fundi slitið - kl. 18:15.