Frístundaráð

31. fundur 03. maí 2018 kl. 12:00 - 13:40 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Knattspyrnufélag Akureyrar - fyrirspurn vegna reksturs og samnings

Málsnúmer 2018040229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2018 frá Hrefnu Torfadóttur formanni KA varðandi rekstur félagsins á mannvirkjum Akureyrarbæjar. Erindi var áður á dagskrá fundar ráðsins þann 26. apríl sl.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að hefja viðræður við KA um endurnýjun rekstrarsamnings sem og önnur félög sem eru með samninga sem renna út í lok þessa árs.

2.Frístundaráð - 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010303Vakta málsnúmer

10 ára áætlun frístundaráðs lögð fram til umræðu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Skíðasamband Íslands - samningur 2018

Málsnúmer 2012100006Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar vinnu við endurnýjun samnings við Skíðasamband Íslands.

4.Sumarstarfsemi í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2016030001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2018 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir heimild til sumaropnunar í Hlíðarfjalli, nánar tiltekið að hafa stólalyftuna opna föstudag til sunnudags frá og með 6. júlí og til og með 26. ágúst 2018.
Frístundaráð samþykkir beiðni forstöðumanns og felur deildarstjóra íþróttamála nánari útfærslu á framkvæmd í samráði við forstöðumann.

5.Lionsklúbburinn Hængur - samstarfssamningur vegna Hængsmóts

Málsnúmer 2018040261Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram drög að samstarfssamningi við Lionsklúbbinn Hæng varðandi hið árlega Hængsmót í Íþróttahöllinni 2018-2020.
Frístundaráð samþykkir framlögð drög og felur deildarstjóra íþróttamála að gera hann tilbúinn til undirritunar.

6.Ósk um styrk vegna ferðar ungmenna á Artic Circle í Færeyjum

Málsnúmer 2018040260Vakta málsnúmer

Erindi Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur og Guðrúnar Þórsdóttur dagsett 13. apríl 2018 þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar til að senda ungmenni á Artic Circle ráðstefnu í Færeyjum 8.- 9. maí nk.

Alfa Dröfn Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Hrókurinn - tuttugu ára afmæli

Málsnúmer 2018040227Vakta málsnúmer

Erindi frá Skákfélaginu Hróknum dagsett 12. apríl 2018 þar sem óskað er eftir stuðningi við félagið vegna 20 ára afmælis félagsins á árinu.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

8.Drekkum vatn - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018040250Vakta málsnúmer

Erindi Ásgeirs Ólafssonar fyrir hönd 182 slf þar sem óskað er eftir styrk við verkefnið "Flössari" sem er samfélagsverkefni unnið með framhaldsskólum landsins. Verkefnið á að ýta undir mikilvægi vatnsdrykkju unglinga og auknar svefnvenjur.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

9.FF Múrbrjótar - fótbolti án fordóma - styrkbeiðni vegna aðstöðu

Málsnúmer 2018040259Vakta málsnúmer

Erindi fyrir hönd FF Múrbrjóta frá Ólafi Torfasyni verkefnastjóra á búsetusviði þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær styrki félagið um tíma í íþróttahúsi Naustaskóla.
Frístundaráð samþykkir að styrkja félagið um tíma í íþróttahúsi Naustaskóla.

10.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn frístundaráðs við upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð hefur engar athugasemdir við upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

11.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn frístundaráðs um velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri út frá þeim umræðum sem voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 13:40.