Velferðarráð

1260. fundur 20. september 2017 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Steinunn Benna Hreiðarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Dagbjartsdóttir
Dagskrá
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti í forföllum Halldóru Kristínar Hauksdóttur.
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Erlu Bjargar Guðmundsdóttur.

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021

Málsnúmer 2017060040Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram fjárhagsáætlanir sinna sviða fyrir árið 2018.

Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldusviðs, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs, Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu á búsetusviði og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð frestar afgreiðslu.

2.Stefnumótun og starfsáætlun velferðarráðs 2014 - 2018

Málsnúmer 2014090101Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram starfsáætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið. Einnig Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar.
Velferðarráð frestar afgreiðslu.

3.Fjölskyldusvið - stjórnkerfisbreytingar

Málsnúmer 2017020143Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 19. september 2017 þar sem lagt er til að heimilað verði að ráða í nýja stöðu í málaflokki fatlaðra sem sinni ráðgjöf við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Velferðarráð samþykkir tillöguna.

4.Erindi varðandi breytingar á samstarfi um rekstur Lautarinnar

Málsnúmer 2017090115Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Rauða krossins í Eyjafirði sem óskar eftir að rekstrarfyrirkomulagi Lautarinnar verði breytt þannig að Akreyrarkaupstaður taki að sér greiðslu launa til starfsmanna. Útreikningur og greiðsla launa hefur verið á hendi Rauða krossins.

Lagt fram rekstraryfirlit Lautarinnar og spá um rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2017.
Erindi kynnt. Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs var falið að vinna tillögu að lausn.

5.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Unnið áfram að velferðarstefnu.

Fundi slitið - kl. 17:00.