Skipulagsráð

290. fundur 02. maí 2018 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Formaður bar upp ósk um að liður 9 í útsendri dagskrá, Gatnagerðargjöld - endurskoðun, verði tekinn af dagskrá og var það samþykkt.

1.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að deiliskipuleggja lóðir í landi Hálanda. Skipulagslýsing var auglýst þann 10. maí 2017. Innkomnum ábendingum var vísað í vinnslu deiliskipulagsins.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 12. mars 2018 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn, ráðgjöf og hönnun. Drög að deiliskipulagi voru kynnt og óskað eftir umsögnum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 5. apríl 2018. Drög voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri. Auglýsing birtist í Dagskránni þann 11. apríl 2018.

Sjö ábendingar og umsagnir bárust, auk einnar sem barst eftir að athugasemdafresti lauk.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 18. apríl 2018. - Lögð fram ný gögn þar sem skipulagi hótels er frestað.

Svör skipulagsráðs við athugasemdum við kynningartillögu eru í skjali "Athugasemdir og svör".

Skipulagsráð samþykkir að lóð fyrir hótel verði tekin út úr tillögunni þar sem hótellóð samræmist ekki Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem er í staðfestingu, og að skipulagssvæðið verði minnkað sem því nemur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

2.Íbúa- og atvinnuþróun - rannsóknarverkefni

Málsnúmer 2018030138Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs um að unnin verði rannsókn á mannfjöldaþróun eftir aldursþrepum og tengslum hennar við atvinnuþróun í bænum.

Markmiðið er að fá áreiðanlegri mannfjöldaspá, hvernig aldursskipt íbúaþróun tengist eftirspurn eftir húsnæði og hvort/hvernig atvinnuþróun á Akureyri tengist því.

Hæg mannfjöldaþróun hefur undanfarin ár verið í aldursflokkum 0 - 50 ára, en mun hraðari þróun í eldri aldurshópum. Þetta hefur áhrif á eftirspurn eftir húsnæði og einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á fólksflutninga til Akureyrar er samsetning vinnumarkaðarins. Markmið rannsóknarinnar er að finna samspil þessara þátta og hvernig bæjaryfirvöld geta brugðist við því.

Lögð er fram endurskoðuð rannsóknaráætlun sviðsstjóra ásamt minnisblöðum um viðtöl við aðila á sviði atvinnulífs, nýsköpunar og háskóla.
Skipulagsráð samþykkir framlagða rannsóknaráætlun og felur skipulagssviði að vinna áfram að rannsókninni á grundvelli hennar.

3.Daggarlundur 18 - fyrirspurn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017060161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Lilja Filippusdóttir og Vagn Kristjánsson sækja um lóðarstækkun á lóð nr. 18 við Daggarlund. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 12. júlí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 23. apríl 2018 og unnin af Lilju Filippusdóttur landslagsarkitekt.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Þórunnarstræti, framhjáhlaup - deiliskipulagsbreyting verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum

Málsnúmer 2018040318Vakta málsnúmer

Í samræmi við umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 er lagt til við skipulagsráð að breyting verði gerð á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum. Afmörkun þess verði löguð að deiliskipulagi Norður-Brekku neðri hluta, og gert verði ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu.
Skipulagsráð heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Borgarsíða 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2017110033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu.

Erindið var grenndarkynnt frá 20. mars til 17. apríl 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

6.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig var lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

11 athugasemdir bárust. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 4. apríl 2018.
Svör skipulagsráðs við athugasemdum koma fram í skjalinu "Athugasemdir og svör".

Skipulagsráð tekur undir athugasemdir hvað varðar breytingar á lóðum 1, 3 og 5 við Nonnahaga og fellst á að falla frá þeim breytingum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista óska bókað að þau taka undir að fella út tillögur að breytingum við Nonnahaga 5, þar sem uppbygging smáhýsa þar mun ekki mæta þörfum væntanlegra íbúa, vera langt frá þjónustu og í hverfi þar sem þau eru ekki velkomin. Við sem samfélag verðum að þjónusta alla okkar íbúa og í tillögu fjölskyldusviðs er ætlunin að hafa smáhýsi víða um bæinn sem þjónustar ógæfufólk. Á síðari stigum uppbyggingar í Hagahverfi og öðrum hverfum bæjarins má því búast við smáhýsum.

7.Tryggvabraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði til að hafin verði vinna við deiliskipulag Tryggvabrautar og svæðisins að Glerá.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

8.Aðveita frá Hjalteyri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2018010368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að fundin verði leið til að hefja framkvæmdir við nýja aðveituæð frá Hjalteyri sem fyrst.
Skipulagsráð frestar erindinu þar til nýtt Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 hefur tekið gildi.

9.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2018 þar sem Haraldur S. Árnason, f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytt nýtingahlutfall á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Einnig er óskað eftir samþykki á stærðardreifingu íbúða.
Skipulagsráð frestar erindinu.

10.Kristjánshagi 4 - breyting á stærðardreifingu íbúða

Málsnúmer 2018040296Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um samþykki fyrir breytingu á stærðardreifingu íbúða í fyrirhuguðu húsi á lóð nr. 4 við Kristjánshaga.
Skipulagsráð frestar erindinu.

11.Ráðhústorg 3 - íbúðir 201-401 skráðar sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018040266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Fjóla H. Tarnov fyrir hönd FP ehf., kt. 520213-1390, sækir um að íbúðir 201 og 401 í húsi nr. 3 við Ráðhústorg verði skráðar sem atvinnuhúsnæði til gistingar.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Skipulagsráð frestar erindinu.

12.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað í bæjarráði þann 5. apríl 2018. Samþykkt var að auglýsa drögin og er athugasemdafrestur til 30. apríl 2018.
Skipulagsráð gerir athugasemdir við tillöguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma þeim á framfæri við bæjarráð.

13.Velferðarstefna 2017-2021

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs fyrir hönd velferðarráðs óskar eftir umsögn um meðfylgjandi drög að velferðarstefnu Akureyrarbæjar 2017-2021.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti.

14.Upplýsingastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110167Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir umsögn skipulagsráðs á upplýsingastefnu Akureyrarbæjar 2018-2022 sem vinnuhópur hefur verið með í smíðum.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 13. apríl 2018. Lögð var fram fundargerð 673. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 18 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. apríl 2018. Lögð var fram fundargerð 674. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.