Umhverfis- og mannvirkjaráð

32. fundur 18. maí 2018 kl. 10:00 - 12:00 Fundarherbergi FAK
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Jóhann Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir Forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Jóhann Jónsson S-lista mætti í forföllum Eiríks Jónssonar.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.

1.Sorphirða, söfnun og flutningur úrgangs í Akureyrarbæ 2018

Málsnúmer 2018050153Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. maí 2018 vegna þjónustu um sorphirðu, söfnun og flutning úrgangs í Akureyrarbæ.

2.Framlenging á samningi um sorphirðu og tengdum verkefnum fyrir Akureyrarbæ

Málsnúmer 2018050012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 27. apríl 2018 frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf um vilja til að framlengja gildandi samning um þjónustu við sorphirðu og sorpflutning samkvæmt ákvæðum samningsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að fara í viðræður við Gámaþjónustu Norðurlands ehf.

3.Grassláttur og hirðing 2018

Málsnúmer 2018050178Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. maí 2018.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að halda sama þjónustustigi í grasslætti og hirðingu og á árinu 2017 og felur sviðsstjóra að leggja fyrir ráðið framvinduskýrslu í júní.

Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Stöðuskýrslur rekstrar UMSA 2018

Málsnúmer 2018050084Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 dagsett 15. maí 2018 vegna fyrsta ársfjórðungs.

5.Fjárhagsáætlun 2018 - umhverfis- og mannvirkjasvið

Málsnúmer 2017050203Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. maí 2018 um forgangsröðun nýframkvæmda í gangstéttum og stígum árið 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir forgangsröðunina.

6.Umhverfismiðstöð - tækjakaup 2018

Málsnúmer 2018050156Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. maí 2018 vegna útboðs á tækjum fyrir Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðendur um kaup á dráttarvél, krókheysi og sláttusafnara en hafnar öllum tilboðum í gáminn.

7.Gránufélagsgata - bílastæði

Málsnúmer 2018050161Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 16. maí 2018 vegna framkvæmdanna.

8.Kjarnaskógur - strandblaksvellir

Málsnúmer 2018050150Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat vegna framkvæmdanna dagsett 15. maí 2018.

9.Kjarnaskógur - strandblaksvellir

Málsnúmer 2018050182Vakta málsnúmer

Rætt um endurnýjun á sandi í tveimur eldri strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að skipt verði um sand í strandblaksvöllunum.

10.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs á velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar stefnunni og hefur ekki athugasemdir um hana.

11.Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016 - stofnframlag - húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Lögð fram húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ frá VSO ráðgjöf ehf og beiðni um umsögn ráðsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

12.Verkfundargerðir 2018

Málsnúmer 2018010235Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Drottningarbrautarstígur Leikhúsbrú: 3. verkfundur dagsettur 11. maí 2018.

Glerárskóli leikskóli: 1.- 4. fundur verkefnisliðs dagsettir 31. janúar, 21. febrúar, 21. mars og 4. apríl 2018.

Klettaborg íbúðakjarni: 17. fundur verkefnisliðs dagsettur 16. apríl 2018.

Listasafn endurbætur: 20.- 21. verkfundur dagsettir 20. apríl og 4. maí 2018.

Fundi slitið - kl. 12:00.