Velferðarráð

1279. fundur 06. júní 2018 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista sat fundinn í forföllum Guðlaugar Kristinsdóttur.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista sat fundinn eftir kl. 14:50 í forföllum Erlu Bjargar Guðmundsdóttur.

1.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit fjögurra fyrstu mánaða ársins fyrir alla málaflokka velferðarráðs.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tekur undir áhyggjur sviðsstjóra búsetusviðs af miklum langtímaveikindum starfsfólks búsetusviðs og leggur til að ráðist verði í athugun á ástæðum þeirra og leitað að leiðum til úrbóta.

2.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir ráða um drög að velferðarstefnu Akureyrarkaupstaðar.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar fyrir innsendar umsagnir. Ráðið leggur áherslu á að notendaráðum verði gefinn kostur á að koma að gerð aðgerðaáætlunar.

Velferðarráð samþykkir velferðarstefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar.

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður yfirgaf fundinn kl. 14:50.
Róbert Freyr Jónsson varaformaður stýrði fundi eftir það.

3.Listir og menning sem meðferð - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018040338Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 30. apríl 2018 frá Halldóru Arnardóttur að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins "Listir og menning sem meðferð" samstarfsverkefnis umsækjanda, Listasafnsins á Akureyri og öldrunarlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða skipulagðar heimsóknir fyrir einstaklinga með alzheimer og aðstandendur þeirra á listasafnið. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 16. maí sl.
Velferðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000.

4.Aðgerðaráætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Málsnúmer 2017110400Vakta málsnúmer

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum lögð fyrir að nýju. Málið var síðast á dagskrá ráðsins þann 2. maí sl.
Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

5.Öldrunarþjónusta - biðlistar 2016, 2017 og 2018

Málsnúmer 2016020149Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. júní 2018 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

6.Endurbætur í aðaleldhúsi ÖA

Málsnúmer 2014030072Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra endurbóta í matsal Hlíðar að upphæð um kr. 6 milljónir. Tilefni endurbótanna er að núverandi tækjakostur í afgreiðslulínu þarfnast endurnýjunar. Markmiðið með endurskipulagningu er jafnframt að einfalda afgreiðsluna og koma til móts við aukinn fjölda gesta og aukinn fjölda notenda dagþjálfunar sem borða í matsal Hlíðar.

Framkvæmdastjóri lagði til að velferðarráð heimili áformaðar endurbætur og að í fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir greiðslu endurbótakostnaðar með innri leigu ÖA til Fasteigna Akureyrarbæjar.
Velferðarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir hækkun innri leigu ÖA í næstu fjárhagsáætlun vegna tilgreindra endurbóta.

7.Endurbætur í aðaleldhúsi ÖA

Málsnúmer 2014030072Vakta málsnúmer

Velferðarráð fór í skoðunarferð í aðaleldhús ÖA á fundi sínum þann 17. apríl sl.

Í skoðunarferðinni kynntu matreiðslumenn ÖA og framkvæmdastjóri athuganir sínar varðandi framþróun og nýja möguleika við aðferðir "eldun og kæling", en í því felst að í framhaldi af eldun er maturinn hraðkældur og eftir atvikum, pakkað í minni eða stærri skammta til upphitunar. Áform um breytingar og tækjakaup í aðaleldhúsi ÖA vegna þessara aðferða eru einnig rakin í tillögu að 10 ára áætlun ÖA.

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti samtantekt sína um kostnað við endurnýjun tækja og kaup á nýjum tækjum, ásamt mögulegri hagræðingu t.d. við fækkun ferða með heimsendan mat. Tækjakaupin, sala á eldri tækjum og fjárhagslegt hagræði vegna aðkeyptrar þjónustu, gefur tilefni til að ætla að þessar breytingar séu mjög hagstæðar fjárhagslega og einnig út frá sjónarmiði nýtingar og gæða, auknu valfrelsi notenda og út frá umhverfissjónarmiði.
Velferðarráð fagnar þessari hugmynd að framþróun og hvetur til að haldið verði áfram með framkvæmd hugmyndarinnar.

8.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - ársskýrslur og rekstraryfirlit

Málsnúmer 2018030314Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt um rekstur ÖA fyrir allt árið 2017. Um er að ræða yfirlitsmyndir og skýringar sem unnar eru af Lúðvík Frey Sæmundssyni rekstrarstjóra ÖA.

9.Handbók SFV og þjónusta ÖA

Málsnúmer 2018030441Vakta málsnúmer

Kynnt nýútkomin handbók ÖA - Hagnýtar upplýsingar fyrir íbúa ÖA ásamt upplýsingum úr handbók Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Drög handbókarinnar voru áður kynnt á fundi ráðsins þann 4. apríl sl. þar sem fram kom að handbókin er ætluð til að lýsa nánar einstökum þjónustuþáttum öldrunarheimila.

Fundi slitið - kl. 16:30.