Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3324. fundur - 29.08.2012

Lögð fram tillaga um að setja ákveðna upphæð árlega í umhverfisátak næstu fimm árin. Hugsað í göngu- og hjólastíga, leikvelli og annað sem gerir umhverfið fallegra.

Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak.

Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak.

Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa á málum sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess) s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða.

Framkvæmdaráð skal hafa eftirlit með fjárveitingu hvers árs.

Framkvæmdadeild mun gera tillögur að verkefnum og kostnaðarmeta þær. Við gerð framkvæmdaáætlunar hvers árs skal framkvæmdaráð endanlega samþykkja þær framkvæmdir og stofnbúnaðarkaup sem fara á í á ári hverju.

Umhverfisnefnd gerir tillögur til framkvæmdaráðs um einstaka verkefni er lúta að hennar verksviði sbr. samþykkt umhverfisnefndar.

Öðrum nefndum og ráðum er frjálst að koma með tillögur til framkvæmdaráðs.

Framkvæmdaráð - 256. fundur - 07.09.2012

Tekin fyrir afgreiðsla hátíðarfundar bæjarstjórnar í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar þann 29. ágúst sl. um að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak.
Farið var í ökuferð frá Ráðhúsi kl. 08:15 og skoðaðir áhugaverðir staðir sem tengjast umhverfismálum.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 10.09.2012

Tekin fyrir ósk frá formanni nefndarinnar um nauðsyn þess að fjölga göngustígum við strætisvagnastöðvar sem oft er slæmt aðgengi að.

Samstarfsnefndin frestar málinu og óskar eftir nánari skilgreiningu á verkefninu og hvaða staði er um að ræða.

Framkvæmdaráð - 259. fundur - 16.11.2012

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynntu næstu skref í áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins, þ.e. samþykkt bæjarstjórnar frá 29. ágúst sl um að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak.

Framkvæmdráð samþykkir að leita eftir hugmyndum íbúa, hverfisnefnda, nefnda og deilda bæjarins. Einnig verði settur upp hugmyndabanki á heimasíðu bæjarins og frestur gefinn til 15. janúar 2013.

Framkvæmdaráð - 260. fundur - 14.12.2012

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðu málsins.

Framkvæmdaráð - 262. fundur - 01.02.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu á verkefninu og fór yfir næstu skref í málinu.

Umhverfisnefnd - 79. fundur - 12.02.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu á verkefninu og fór yfir næstu skref í málinu.

Umhverfisnefnd þakkar Jóni Birgi kynninguna og lýsir almennri ánægju með viðbrögð almennings.

Umhverfisnefnd - 80. fundur - 12.03.2013

Umræður um innkomnar hugmyndir og fleira tengt átakinu.

Endanlegur listi yfir innkomnar hugmyndir verður sendur nefndarfólki nk. föstudag til kynningar.

Framkvæmdaráð - 264. fundur - 22.03.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu á verkefninu og innkomnar tillögur íbúa.

Framkvæmdaráð - 265. fundur - 12.04.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir innkomnar tillögur og hugmyndir sem komu bæði frá íbúum og hverfisnefndum sveitarfélagins.

Umhverfisnefnd - 81. fundur - 16.04.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir umhverfisverkefni sem áætlað er að vinna á árinu 2013.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 266. fundur - 24.04.2013

Kynning verkefna frá hverfisnefndum.
Fulltrúar efirtaldra nefnda mættu á fundinn og gerðu grein fyrir sínum hugmyndum:
F.h. Lunda- og Gerðahverfis mætti Elvar Sævarsson, Berglind Rafnsdóttir f.h. Holta- og Hlíðahverfis, Ragnar Jón Ragnarsson f.h. Brekku og Innbæjar og Anna Sjöfn Jónasdóttir f.h. Naustahverfis.

Framkvæmdaráð þakkar fulltrúum hverfisnefnda fyrir þeirra kynningu.

Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 09:39.

Framkvæmdaráð - 267. fundur - 03.05.2013

Mál tekið fyrir að nýju. Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir innkomnar tillögur og hugmyndir sem komu bæði frá íbúum og hverfisnefndum sveitarfélagins.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framlagðar tillögur með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Sigfúsar Arnars Karlssonar B-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Því miður sjáum við okkur ekki fært að samþykkja annars ágætar tillögur í Umhverfisátaki - 150 ára afmælisgjöf 2013. Ástæðan er sú að við teljum að þau vinnubrögð meirihlutans um einhliða ákvörðun á ráðstöfun 20% fjárveitingarinnar sé óásættanleg í framkvæmdir hjá Siglingaklúbbnum Nökkva. Eðilegt er að sú framkvæmd rúmist innan framkvæmdaáætlunar bæjarins.

Meirihluti framkvæmdaráðs telur að framkvæmdir við fegrun strandlengjunnar frá Höepfnersbryggju að Leiruvegi falli vel undir umhverfisátakið.

Framkvæmdaráð - 271. fundur - 23.08.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála/Framkvæmdamiðstöðvar gerði grein fyrir stöðunni á verkefnum ársins.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 273. fundur - 24.09.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála gerði grein fyrir stöðu á verkefnum ársins.

Framkvæmdaráð þakkar forstöðumanni kynninguna.

Framkvæmdaráð - 275. fundur - 01.11.2013

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála kynnti stöðu á umhverfisverkefnum ársins.

Framkvæmdaráð samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir tillögum frá íbúum með sama hætti og fyrr vegna umhverfisátaks 2014. Tillögufrestur verði til 31. desember 2013.

Njáll Trausti Friðbertsson D- lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég óska eftir því við bæjarstjórn Akureyrar að þær fjárhæðir sem reiknað var með að leggja í umhverfisátakið á næstu árum verði endurskoðaðar til lækkunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og í langtíma fjárhagsáætlunargerð bæjarins með tilliti til erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarins og þar með leggja frekar áherslu á að tryggja nauðsynlega grunnþjónustu í bænum.

Framkvæmdaráð - 277. fundur - 06.12.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu framkvæmda.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 279. fundur - 17.01.2014

Kynnt staðan á innsendum tillögum fyrir árið 2014.
Farið var yfir áframhaldandi vinnu vegna hugmynda sem borist höfðu á árinu.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi kl. 09:45 og Sigfús Arnar Karlsson B-lista tók við fundarstjórn.

Framkvæmdaráð - 280. fundur - 31.01.2014

Gerð grein fyrir stöðu verkefna árið 2013 og kynntar voru tillögur að nýjum verkefnum og verklagsreglum fyrir hverfisnefndir fyrir árið 2014.

Framkvæmdaráð - 281. fundur - 14.02.2014

Tillögur framkvæmdadeildar um verkefni umhverfisátaks 2014 lagðar fram til kynningar. Einnig kynntar verklagsreglur fyrir hverfisnefndir vegna umhverfisátaks.

Framkvæmdaráð samþykkir framlögð verkefni í umhverfismálum sbr. tillögur dags. 10. febrúar 2014.

Einnig samþykkir ráðið framlagðar verklagsreglur fyrir hverfisnefndir/ráð.

Framkvæmdaráð - 282. fundur - 28.02.2014

Formenn hverfisnefnda og hverfisráða mættu á fundinn þar sem umhverfisverkefni ársins 2014 voru rædd.

Fram kom á fundinum ákveðin gagnrýni á einstaka verkferla framkvæmdadeildar.

Framkvæmdaráð þakkar hverfisnefndum og hverfisráðum komuna á fundinn og mun leitast við að framkvæmdadeild bæti þá verkferla sem miður fóru.

Almennt lýstu formenn sig ánægða með umhverfisátakið.

Framkvæmdaráð - 283. fundur - 14.03.2014

Kynntar voru óskir hverfisnefnda og ráða um verkefni á árinu 2014.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 291. fundur - 19.09.2014

Farið yfir stöðu á verkefnum ársins 2014.

Framkvæmdaráð - 294. fundur - 31.10.2014

Lagt fram yfirlit yfir stöðu verkefna ársins 2014.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu.

Framkvæmdaráð - 296. fundur - 21.11.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðu einstakra verkefna.

Framkvæmdaráð samþykkir þær breytingar sem um var rætt á fundinum, þ.e. að fjármagn verði sett í eftirfarandi verkefni: bifreiðastæði í Kjarnaskógi, listaverk í Grímsey, laufskála í Lystigarði og hönnun og uppfærslu bæjarkorta við innkomur í bæinn.

Framkvæmdaráð - 299. fundur - 16.01.2015

Staða áætlunar fyrir árið 2014 kynnt og farið yfir með hvaða hætti framkvæmd umhverfisátaksins fyrir árið 2015 verði höfð.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 301. fundur - 10.02.2015

Farið yfir tillögur að framkvæmdum umhverfisátaks fyrir árið 2015.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og heinlætismála vék af fundi kl. 09:35.

Framkvæmdaráð - 306. fundur - 24.04.2015

Kynntar hugmyndir frá hverfisnefndum fyrir árið 2015.
Framkvæmdaráð felur forstöðumanni umhverfismála áframhaldandi vinnu. Framkvæmdaráð óskar eftir að fulltrúi frá hverfisnefndum/-ráðum mæti á næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður 8. maí nk.

Framkvæmdaráð - 307. fundur - 08.05.2015

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista vék af fundi kl. 11:20.
Fulltrúar hverfisnefnda/-ráða mættu á fundinn og farið var yfir þeirra óskir um framkvæmdir á árinu 2015.
Framkvæmdaráð þakkar fulltrúum hverfisnefnda/-ráða fyrir komuna á fundinn.
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista vék af fundi kl. 12:00.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti aftur til fundar kl. 12:05.

Framkvæmdaráð - 310. fundur - 12.06.2015

Kynntar hugmyndir frá fulltrúum hverfisnefnda/-ráða um óskir þeirra á framkvæmdum ársins 2015. Fulltrúar þeirra mættu á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar fulltrúum hverfisnefnda Oddeyrar, Naustahverfis og Giljahverfis fyrir mætingu á fundinn og umræður um verkefni ársins.

Framkvæmdaráð - 312. fundur - 17.07.2015

Farið yfir ábendingu frá íbúa vegna framkvæmda við leiksvæði í Vörðu- / Fossagili.
Bæjartæknifræðingi falið að svara erindinu.