Framkvæmdaráð

312. fundur 17. júlí 2015 kl. 08:15 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.

1.Slökkvilið Akureyrar - staða og framtíð sjúkraflutninga

Málsnúmer 2015070071Vakta málsnúmer

Rætt var um sjúkraflutninga og framtíðarskipulag hjá Slökkviliði Akureyrar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri SA mætti á fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018 - útboð

Málsnúmer 2014090240Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar endanleg útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri og hálkuvörnum.
Framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa útboð, Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018, með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

3.Útboð framkvæmdadeildar árið 2015

Málsnúmer 2015020018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, opnun tilboða, Borgarbraut-Bugðusíða, hringtorg, opnað 29. júní sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Finns ehf.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Farið yfir ábendingu frá íbúa vegna framkvæmda við leiksvæði í Vörðu- / Fossagili.
Bæjartæknifræðingi falið að svara erindinu.

5.Hreinsun gatna - götusópun

Málsnúmer 2015070092Vakta málsnúmer

Kynntur áætlaður kostnaður við hugsanleg kaup á nýjum götusóp fyrir Akureyrarbæ.

6.Önnur mál í framkvæmdaráði 2015

Málsnúmer 2015010067Vakta málsnúmer

a) Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista spurðist fyrir með erindi vegna útrýmingar á lúpínu í sveitarfélaginu.

b) Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vakti athygli á því að gámar á endurvinnslustöðvum eru yfirfullir um helgar.

c) Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um fyrirkomulag breytinga á gámavelli.

Fundi slitið - kl. 11:30.