Framkvæmdaráð

264. fundur 22. mars 2013 kl. 09:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Helgi Snæbjarnarson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
 • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
 • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
 • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergur Þorri Benjamínsson fulltrúi
Dagskrá
Bjarni Sigurðsson A-lista sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Önnu Hildi Guðmundsdóttur.
Bæði aðal og varamaður B-lista boðuðu forföll.

1.Sumarvinna með stuðningi

Málsnúmer 2011020082Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað dags. 6. mars 2013 frá Huldu Steingrímsdóttur náms- og starfsráðgjafa fjölskyldadeildar um sumarvinnu með stuðningi fyrir fatlað fólk. Hulda sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdráð samþykkir að vinnutími, sumarvinnu með stuðningi, verði 4 vikur.

Kristín Þóra Kjartnsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 09:55.

2.Ferliþjónusta fatlaðra á Akureyri - notendakönnun

Málsnúmer 2012010394Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram niðurstöður könnunar dags. 1. febrúar 2013 um ánægju notenda með ferliþjónustu fatlaðra. Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir niðurstöðurnar.

Framkvæmdaráð lýsir ánægju með niðurstöður könnunarinnar.

3.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu á verkefninu og innkomnar tillögur íbúa.

4.Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2013 - veghefill

Málsnúmer 2013010325Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram niðurstöður útboðs í veghefil fyrir Framkvæmdamiðstöð, en útboðið var opnað 18. mars sl.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar K-M ehf.  Í samræmi við bókun framkvæmdráðs frá 15. febrúar sl. vísar framkvæmdaráð málinu til bæjarráðs með ósk um að færa kr. 12.250.000 úr eignarsjóði fráveitu þannig að heildarfjármagnið til tækjakaupa verði kr. 57.350.000.

5.Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2013 - dráttarvél

Málsnúmer 2013010325Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram niðurstöður útboðs í dráttarvél fyrir Framkvæmdamiðstöð en útboðið var opnað 18. mars sl.

Meirihluti framkvæmdráðs samþykkir að taka tilboði Jötuns Véla.  Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar einnig bókað:  Ég ítreka bókun Ólafs Jónssonar frá 15. febrúar sl. Einnig vil ég bóka að mér finnst það ennþá vera óljóst  hvert fjárhagslegt hagræði  sveitarfélagsins verður af þeirri ákvörðun meirihluta L-listans að framkvæmdadeildin sjái um grassláttinn í stað þess að bjóða út verkið.

6.Gatnalýsing - samningur við Norðurorku hf

Málsnúmer 2013030235Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að samningi við Norðurorku hf um gatnalýsingu.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu sinnar í Norðurorku hf.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir framkvæmdaráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð samþykkir að fela bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

7.Önnur mál í framkvæmdaráði 2013

Málsnúmer 2013010146Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð óskar eftir skýrslu um ástand dráttarvélar í Hrísey.

Fundi slitið - kl. 12:00.