Framkvæmdaráð

275. fundur 01. nóvember 2013 kl. 09:38 - 11:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir samþykki fundarmanna fyrir því að taka inn á dagskrá áður samþykktar Verklagsreglur veitustofnana dags. 10. maí 2013.

1.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti drög að framkvæmdaáætlun 2014-2017.

2.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála kynnti stöðu á umhverfisverkefnum ársins.

Framkvæmdaráð samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir tillögum frá íbúum með sama hætti og fyrr vegna umhverfisátaks 2014. Tillögufrestur verði til 31. desember 2013.

Njáll Trausti Friðbertsson D- lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég óska eftir því við bæjarstjórn Akureyrar að þær fjárhæðir sem reiknað var með að leggja í umhverfisátakið á næstu árum verði endurskoðaðar til lækkunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og í langtíma fjárhagsáætlunargerð bæjarins með tilliti til erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarins og þar með leggja frekar áherslu á að tryggja nauðsynlega grunnþjónustu í bænum.

3.Sorpmál - útboð 2010

Málsnúmer 2010020076Vakta málsnúmer

6. liður b) í fundargerð bæjarráðs 17. október 2013 þar sem Sigurður Guðmundsson A-lista óskar eftir heildarúttekt, kostnaði og framkvæmd samninga, vegna sorpmála í sveitarfélaginu.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Ákvæði í viðaukasamningi við GN dags. 2. september 2013 gerir ráð fyrir að reynsla af sorphirðu verði metin eftir þrjú ár frá gildistöku samnings, sem var 1. desember 2010.
Þessi skoðun er nú í gangi og því eðlilegt að erindinu sé vísað inn í þá vinnu.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu samhljóða.

4.Fyrirspurn um gangbraut og hljóðmanir við Heiðarlund og Kjarrlund

Málsnúmer 2013090138Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 24. september sl.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti hraða- og umferðarmælingar sem gerðar voru á Dalsbraut um mánaðamótin september/október sl.
Einnig kynnti hann fyrir nefndinni bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. október sl., afrit af kæru vegna ákvörðunar framkvæmdaráðs um að fylgja ekki auglýstu deiliskipulagi á svæðinu og fresta framkvæmdum er snúa að hagsmunum íbúa í nágrenninu.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi í samráði við bæjarlögmann og skipulagsstjóra að vinna áfram að málinu.

5.Verklagsreglur veitustofnana

Málsnúmer 2013050097Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 17. maí sl.
Njáll Trausti Friðbertsson D- lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Ég legg til að framkvæmdarráð samþykki breytingar á 1. lið í þeim verklagsreglum sem voru samþykktar í framkvæmdaráði 17. maí sl. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt malbik komi frá Malbikunarstöð Akureyrarbæjar (MA). Í stað þess komi eftirfarandi orðalag: ... frá viðurkenndum aðilum og standist þær kröfur og staðla sem sveitarfélagið fer fram á.
Núverandi orðalag:
"Malbik: Það malbik sem þarf að nota til að ganga frá yfirborði kemur frá Malbikunarstöð Akureyrarbæjar (MA.)"
Eftir breytingu hljómar það með eftirfarandi hætti:
"Malbik: Það malbik sem þarf að nota til að ganga frá yfirborði kemur frá viðurkenndum aðilum og standist þær kröfur og staðla sem sveitarfélagið fer fram á."

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjartæknifræðingi og forstöðumanni gatna, fráveitu- og hreinlætismála að vinna að málinu.

Fundi slitið - kl. 11:25.