Framkvæmdaráð

259. fundur 16. nóvember 2012 kl. 10:00 - 11:08 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2012080022Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála fóru yfir stöðu fjárhagsáætlunar fyrstu 9 mánuði ársins.

2.Fjárhagsáætlun 2013 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2012080021Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti fjárhagsáætlun ársins 2013 með áorðnum breytingum.

3.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynntu næstu skref í áframhaldandi vinnu vegna verkefnisins, þ.e. samþykkt bæjarstjórnar frá 29. ágúst sl um að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak.

Framkvæmdráð samþykkir að leita eftir hugmyndum íbúa, hverfisnefnda, nefnda og deilda bæjarins. Einnig verði settur upp hugmyndabanki á heimasíðu bæjarins og frestur gefinn til 15. janúar 2013.

4.Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074Vakta málsnúmer

Erindi dags. 5. júlí 2012 frá Birgi Guðmundssyni, svæðisstjóra Norðaustursvæðis Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir athugasemdum við að Vegagerðin hætti þjónustu við hluta Borgarbrautar, Hlíðarbrautar, Hlíðarfjallsvegar, hluta Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu.

Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:08.