Framkvæmdaráð

279. fundur 17. janúar 2014 kl. 09:12 - 10:13 Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson fundarritari
Dagskrá

1.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Kynnt staðan á innsendum tillögum fyrir árið 2014.
Farið var yfir áframhaldandi vinnu vegna hugmynda sem borist höfðu á árinu.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi kl. 09:45 og Sigfús Arnar Karlsson B-lista tók við fundarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2014.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti tillögur framkvæmdadeildar um framkvæmdir ársins 2014.

Fundi slitið - kl. 10:13.