Umhverfisnefnd

79. fundur 12. febrúar 2013 kl. 16:15 - 17:43 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • María Ingadóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku kynnti hugmyndir að virkjun í Glerá.

Umhverfisnefnd þakkar Andra Teitssyni kynninguna.

2.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu á verkefninu og fór yfir næstu skref í málinu.

Umhverfisnefnd þakkar Jóni Birgi kynninguna og lýsir almennri ánægju með viðbrögð almennings.

3.Miðhúsabraut/Súluvegur - beiðni um umsögn vegna olíuframleiðslu úr plasti

Málsnúmer 2013010059Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. desember 2012 þar sem Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsla GPO ehf á olíu úr plasti á lóð við Súluveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Einnig er óskað eftir að fram komi í umsögninni hvaða leyfum framkvæmdin er háð hvað varðar starfssvið umsagnaraðila.

Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 11. janúar 2013 þar sem m.a. kemur fram að um eimingu á landbúnaðarplasti sé að ræða (endurvinnslu) og að starfsemin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi þar sem um breytta notkun á húsnæði vegna starfseminnar er að ræða.

4.Loftslagsráðstefna í Ålasundi

Málsnúmer 2012090075Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartækifræðingur fór yfir vinnu við undirbúning.

Umhverfisnefnd þakkar Helga Má kynninguna.

5.Miðhúsabraut - Súluvegur - breyting á aðal- og deiliskipulagi

Málsnúmer 2013020063Vakta málsnúmer

Lögð fram fram til kynningar skýrsla frá Teiknistofu Arkitekta um breytingu á deiliskipulagi á Miðhúsabraut-Súluvegi en þar er meiningin að reisa metanstöð.

Fundi slitið - kl. 17:43.