Framkvæmdaráð

260. fundur 14. desember 2012 kl. 11:00 - 11:43 Eyrarlandsstofa í Lystigarði
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Sigríður María Hammer
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Sigfús Arnar Karlsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
 • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
 • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
 • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.SVA - breytingar á leiðakerfi - verkstæðismál

Málsnúmer 2012121105Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram tillögur um tímabundnar breytingar á leiðakerfi SVA.
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir málið.

Framkvæmdaráð samþykkir tímabundna breytingu á leið 1 um Skógarlund og tímabundna ráðningu á verkstæði SVA.

2.Snjómokstur - forgangur

Málsnúmer 2012110171Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun í bæjarráði 22. nóvember sl.:
Legg til að bæjaryfirvöld á Akureyri setji í forgang snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur. Þá eru bæjaryfirvöld einnig hvött til þess að gera þjónustustig og forgangsröðun í snjómokstri aðgengilega bæjarbúum á vefsíðu bæjarins.
Bæjarfulltrúar L-listans óskuðu bókað á sama fundi að finna mætti upplýsingar inn á heimasíðu sveitarfélagsins um snjómokstur, hálkuvarnir og hvaða forgangsröðun væri í gildi á götum sveitarfélagsins. Kort af gönguleiðum er í vinnslu og eins er unnið eftir ákveðinni forgangsröð vegna öryggis og almenningssamgangna.
Málinu var vísað til framkvæmdadeildar.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála kynnti málið.

3.Gangbrautaljós með hljóðmerki

Málsnúmer 2012110179Vakta málsnúmer

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála kynnti stöðu á uppsetningu hljóðljósa við gatnamót.

Framkvæmdaráð samþykkir að við endurnýjun og uppsetningu nýrra umferðarljósa verði komið fyrir hljóðmerki við gangbraut.

4.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:43.