Framkvæmdaráð

262. fundur 01. febrúar 2013 kl. 08:15 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá
Bjarni Sigurðsson A-lista sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Önnu Hildi Guðmundsdóttur.

1.Slökkvilið Akureyrar - ýmis málefni

Málsnúmer 2010050026Vakta málsnúmer

Rætt var um málefni Slökkviliðsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Starfsmennirnir Bergur Þorri Benjamínsson, Jón Birgir Gunnlaugsson og Tómas Björn Hauksson sátu ekki fundinn undir þessum lið.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi kl. 9:20.

Fundarhlé var gert kl. 09:20. Fundur hófst að nýju kl. 10:23.

2.Snjómokstur - kostnaður árið 2012

Málsnúmer 2013010324Vakta málsnúmer

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála fór yfir kostnað við snjómokstur á árinu 2012.

3.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu á verkefninu og fór yfir næstu skref í málinu.

4.SVA - kaup á nýjum ferlibíl 2013

Málsnúmer 2013010326Vakta málsnúmer

Rætt var um tegund vegna kaupa á nýjum ferlibíl.

Framkvæmdaráð samþykkir að kaupa nýjan ferlibíl sem getur gengið fyrir metangasi.

5.Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2013

Málsnúmer 2013010325Vakta málsnúmer

Rætt var um fyrirhuguð tækjakaup fyrir Framkvæmdamiðstöð.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 25 mkr. í eignasjóði til tækjakaupa. Skoðaðir voru möguleikar á endurskoðun á því fjármagni m.t.t. hækkunar.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu.

6.Ráðstefna Rannsóknaþings norðursins NRF og Evrópuverkefnisins ENECON 2013

Málsnúmer 2013010248Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. janúar 2013 frá Hjalta Jóhannessyni, starfandi forstöðumanni Northern Research Forum, þar sem kynnt er ráðstefna Rannsóknaþings norðursins NRF og Evrópuverkefnisins ENECON, sem fyrirhugað er að halda dagana 22.- 23. ágúst 2013.
Jafnframt er óskað eftir því að Akureyrarkaupstaður sjái sér fært að vera í gestgjafanefnd og tilnefni tengilið sinn í hana.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi Helga Má Pálssyni að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 11:45.