Framkvæmdaráð

273. fundur 24. september 2013 kl. 10:00 - 12:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Helgi Snæbjarnarson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Sigfús Arnar Karlsson
 • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
 • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
 • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Fyrirspurn um gangbraut og hljóðmanir við Heiðarlund

Málsnúmer 2013090138Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. september 2013 frá Elvari Smára Sævarssyni formanni hverfisnefndar Lundahverfis, vegna framkvæmda við Dalsbraut.

Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að svara erindinu.

Farið verður í umferðar- og hraðamælingar á umræddu svæði við Dalsbraut. Niðurstöður verða kynntar fyrir framkvæmdaráði þegar þær liggja fyrir.

2.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála gerði grein fyrir stöðu á verkefnum ársins.

Framkvæmdaráð þakkar forstöðumanni kynninguna.

3.Fjárhagsáætlun 2013 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2012080021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2013.

4.Hátíðarhöld á 17. júní og Akureyrarvöku - samþykkt

Málsnúmer 2013080225Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir áliti framkvæmdaráðs á samþykkt um Hátíðarhöld á 17. júní og Akureyrarvöku.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sigfús Arnar Karlsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna setu í stjórn Akureyrarstofu. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir framkvæmdaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leyti enda mun Akureyrarstofa gera ráð fyrir tekjustofni fyrir vinnu Framkvæmdamiðstöðvar og Lystigarðs við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Fundi slitið - kl. 12:05.