Framkvæmdaráð

277. fundur 06. desember 2013 kl. 10:01 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Hjörleifur Hallgríms Herbertsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Úrgangsmál - fræðsla og eftirfylgni til almennings

Málsnúmer 2013030068Vakta málsnúmer

Sigríður Ólafsdóttir frá Capacent kynnti niðurstöður rannsóknar vegna úrgangsmála sem gerð var meðal íbúa Akureyrar.

Framkvæmdaráð þakkar Sigríði kynninguna.

2.Dalsbraut - fyrirspurnir um gangbraut og hljóðmanir við Heiðarlund og Kjarrlund

Málsnúmer 2013090138Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1. nóvember 2013. Lögð fram gögn vegna kæru er lýtur að ákvörðun framkvæmdaráðs um að fylgja ekki auglýstu deiliskipulagi við Dalsbraut.
Bæjartæknifræðingur kynnti drög að svari til innanríkisráðuneytis.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi kl. 11:17.

3.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti stöðu framkvæmda.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

4.Vetrarþjónusta

Málsnúmer 2013120028Vakta málsnúmer

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála kynnti tillögur að forgangi snjómoksturs á gönguleiðum.
Yfirlitskort um forgangsröðun snjómoksturs á gönguleiðum verður aðgengilegt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar.

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista vék af fundi kl. 11:34.

5.Strandgata 49 - umsókn um ljós á ljósastaura fyrir framan Strandgötu 49 (Gránufélagshúsin)

Málsnúmer 2013110162Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, ódags., frá rekstararaðilum veitingastaðarins Bryggjunnar.

Framkvæmdaráð frestar erindinu.

6.Strætó - Akureyrarflugvöllur - fyrirspurn 2013

Málsnúmer 2013090153Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7 mars 2013 frá Minjasafninu á Akureyri, þar sem óskað er eftir því að strætisvagnar aki á sumrin inn að Flugsafni með viðkomu á öðrum söfnum.

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en vísar hugmyndunum til endurskoðunar leiðakerfis.

Fundi slitið - kl. 12:00.