Framkvæmdaráð

296. fundur 21. nóvember 2014 kl. 08:47 - 12:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðu einstakra verkefna.

Framkvæmdaráð samþykkir þær breytingar sem um var rætt á fundinum, þ.e. að fjármagn verði sett í eftirfarandi verkefni: bifreiðastæði í Kjarnaskógi, listaverk í Grímsey, laufskála í Lystigarði og hönnun og uppfærslu bæjarkorta við innkomur í bæinn.

2.Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd hefur á fundi sínum 18. nóvember sl. óskað eftir því við framkvæmdaráð að það tilnefni fulltrúa í starfshóp sem fjalla mun um fyrirkomulag í sorpmálum.

Framkvæmdaráð tilnefnir Dag Fannar Dagsson L-lista og Njál Trausta Friðbertsson D-lista í starfshópinn.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Farið var yfir breytingar á rekstri aðalsjóðs frá síðustu umræðu og framkvæmdaáætlun og gjaldskrár endurskoðaðar.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun og tillögur að gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.

Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 11:20.

4.Snjómokstur og hálkuvarnir 2014-2016 - útboð

Málsnúmer 2014090240Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður útboðs vegna snjómoksturs og hálkuvarna og farið yfir fyrirkomulag og fjölda verktaka sem samið verður við.

Borist hefur afrit af kæru til Kærunefndar útboðsmála frá Málflutningsstofu Reykjavíkur dagsett 20. nóvember 2014 f.h. G.V. Grafa ehf og G. Hjálmarssonar hf.

Í ljósi erindis frá Kærunefnd útboðsmála stöðvast útboðsferlið, meðan stöðvunarkrafa er til meðferðar.

Framkvæmdaráð leggur áherslu á að málið fái flýtimeðferð hjá nefndinni.

5.Norðurgata og Eyrarvegur - úrbætur á gatnamótum

Málsnúmer 2013100143Vakta málsnúmer

Kynnt minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 8. júlí 2014 um umferðaröryggisrýni á gatnamótum Norðurgötu og Eyrarvegar.

Starfmönnum framkvæmdadeildar falið að vinna að málinu með skipulagsdeild.

Fundi slitið - kl. 12:50.