Framkvæmdaráð

281. fundur 14. febrúar 2014 kl. 08:15 - 09:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2014.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun.

2.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Tillögur framkvæmdadeildar um verkefni umhverfisátaks 2014 lagðar fram til kynningar. Einnig kynntar verklagsreglur fyrir hverfisnefndir vegna umhverfisátaks.

Framkvæmdaráð samþykkir framlögð verkefni í umhverfismálum sbr. tillögur dags. 10. febrúar 2014.

Einnig samþykkir ráðið framlagðar verklagsreglur fyrir hverfisnefndir/ráð.

3.Svæði fyrir geymsluaðstöðu

Málsnúmer 2013010288Vakta málsnúmer

Erindi frá skipulagsnefnd dags. 17. janúar 2014 þar sem óskað er eftir afstöðu framkvæmdaráðs um geymslusvæði fyrir verktaka.

Framkvæmdaráð hefur ekki í hyggju að reka geymslusvæði fyrir einstaklinga og verktaka.

4.Útseld vinna - tímagjald

Málsnúmer 2014020069Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Þorvaldar Helga Auðunssonar slökkviliðsstjóra um nýtt tímagjald á útseldri vinnu slökkviliðsins.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögur að nýju tímagjaldi. Ný gjaldskrá fyrir útselda vinnu slökkviliðsins verður kr. 8.219.

Fundi slitið - kl. 09:27.