Umræða um umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins og stöðu aðgerða.
Frummælandi, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, tók til máls og reifaði hvers vegna hún óskaði umræðu um stefnuna.
Andri Teitsson tók til máls og fór yfir helstu atriði stefnunnar, stöðu aðgerða og áform um endurskoðun. Í umræðum tóku einnig til máls Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason (í þriðja sinn).