Samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 100. fundur - 20.01.2015

Umræður um gerð samgöngustefnu.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að Rúna Ásmundsdóttir umferðaverkfræðingur mæti á næsta fund nefndarinnar til umræðna um samgöngustefnu.

Umhverfisnefnd - 101. fundur - 10.02.2015

Áframhaldandi umræður um samgöngustefnu. Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti mætti á fundinn.
Umhverfisnefnd samþykkir að skipaður verði starfshópur til að vinna að gerð samgöngustefnu fyrir Akureyri og óskar eftir að skipulagsnefnd tilnefni tvo fulltrúa, framkvæmdaráð tvo og frá umhverfisnefnd komi tveir fulltrúar, ásamt starfsmönnum. Einnig verði leitað til helstu hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að verkfræðistofan Mannvit haldi utan um verkefnið.

Umhverfisnefnd - 107. fundur - 08.09.2015

Lagt fram minnisblað, ódagsett, frá Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur formanni umhverfisnefndar varðandi starfshóp.
Umhverfisnefnd samþykkir að Dagbjört Elín Pálsdóttir og Áshildur Hlín Valtýsdóttir skipi starfshóp um umhverfis- og samgöngustefnu fyrir Akureyri.

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 15. maí 2015 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarbæjar óskar eftir því að skipulagsnefnd tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp um umhverfis- og samgöngustefnu fyrir Akureyrarbæ.
Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson L-lista og Vilberg Helgason V-lista í nefndina.

Framkvæmdaráð - 314. fundur - 11.09.2015

Minnisblað, ódagsett, frá Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur formanni umhverfisnefndar um stofnun starfshóps um umhverfis- og samgöngustefnu fyrir Akureyrarbæ.
Framkvæmdaráð tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson D-lista og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista í starfshópinn.

Umhverfisnefnd - 109. fundur - 10.11.2015

Umræður um stöðuna á vinnslu stefnunnar.

Umhverfisnefnd - 112. fundur - 23.02.2016

Vinna starfshóps um umhverfis- og samgöngustefnu kynnt.

Umhverfisnefnd - 114. fundur - 22.03.2016

Staða vinnuhópsins kynnt.

Skipulagsnefnd - 226. fundur - 06.04.2016

Lögð voru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar. Frestað.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Lögð eru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu til kynningar og umsagnar.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 6. apríl 2016.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Lögð voru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Lögð voru fram drög að umhverfis- og samgöngustefnu og óskað var eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi sínum 27. apríl 2016.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri umhverfismála mætti á fundinn og svaraði fyrirspurnum.
Skipulagsnefnd þakkar Jóni Birgi fyrir svörin.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að taka saman athugasemdir og spurningar sem fram komu hjá fundarmönnum við drögin og koma á framfæri við Jón Birgi.

Umhverfisnefnd - 119. fundur - 11.10.2016

Farið yfir stöðu vinnu við gerð stefnunnar.

Framkvæmdaráð - 337. fundur - 24.10.2016

Lögð fram drög að Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Framkvæmdaráð - 338. fundur - 01.11.2016

Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.
Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrar kynnt.

Dagbjört Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 13. október 2016 þar sem starfshópur um umhverfis- og samgöngustefnu óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á umhverfis- og samgöngustefnu.
Skipulagsnefnd frestar umsögninni til næsta fundar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn á drögum að umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.
Samfélags- og mannréttindaráð felur Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur að koma athugasemdum ráðsins á framfæri til umhverfisnefndar.

Íþróttaráð - 200. fundur - 17.11.2016

Óskað eftir umsögn ráðsins á drögum að umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdastjóra falið að koma ábendingum ráðsins á framfæri.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 13. október 2016 þar sem starfshópur um umhverfis- og samgöngustefnu óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á umhverfis- og samgöngustefnu. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að koma á framfæri ábendingum sem fram komu á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 220. fundur - 01.12.2016

Óskað hefur verið eftir umsögn nefnda og ráða Akureyrarbæjar um nýja umhverfis- og samgöngustefnu. Drög að stefnunni lögð fram til kynningar.

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Tekin fyrir til umsagnar drög að umhverfis- og samgöngustefnu.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með að fram sé komin umhverfis- og samgöngustefna og hefur ekki athugasemdir við hana.

Umhverfisnefnd - 121. fundur - 13.12.2016

Farið yfir stöðu vinnunnar við gerð stefnunnar.

Bæjarstjórn - 3405. fundur - 20.12.2016

Lögð fram umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar til samþykktar.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögu á kafla 2.1.11 Hálkuvarnir þannig að í "Aðgerðum" verði bætti við textann sem þar er fyrir eftirfarandi:

"Gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa um leiðir til hálkuvarna og haldinn íbúafundur í kjölfarið."


Tillaga Gunnars Gíslasonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram breytingatillögu um að í kafla 2.2.7 Samgöngumiðstöð - Aðgerðir, standi "Að komið verði upp samgöngumiðstöð" í staðinn fyrir "Byggð verði samgöngumiðstöð"


Tillaga Sóleyjar Bjarkar var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Sigríðar Huldar Jónsdóttur S-lista, Dagbjartar Elínar Pálsdóttur S-lista og Matthíasar Rögnvaldssonar L-lista. Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat hjá við afgreiðslu.


Eva Hrund Einarsdóttir D-lista lagði fram breytingatillögu um að verklok 2018 verði tekin út í liðnum í 2.2.7 Samgöngumiðstöð.


Tillaga Evu Hrundar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Gunnars Gíslasonar D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarkaupstaðar með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3448. fundur - 05.02.2019

Umræða um umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins og stöðu aðgerða.

Frummælandi, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, tók til máls og reifaði hvers vegna hún óskaði umræðu um stefnuna.

Andri Teitsson tók til máls og fór yfir helstu atriði stefnunnar, stöðu aðgerða og áform um endurskoðun. Í umræðum tóku einnig til máls Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason (í þriðja sinn).
Eva Hrund Einarsdóttir D-Lista, Gunnar Gíslason D-lista, Þórhallur Jónsson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans leggja áherslu á að Akureyrarbær sýni metnað til að standa við góðan vilja í umhverfismálum með því að fylgja aðgerðaáætlun Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar. Það er ljóst að betur má ef duga skal og auknum kröftum þarf að beita til að standa við góðu orðin. Eitt af brýnustu verkefnunum er að setja inn á heimasíðu bæjarins góðar leiðbeiningar um flokkun ásamt upplýsingum um afdrif þess sorps sem flokkað er.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld að tryggja í nýrri samgönguáætlun fjármögnun grunnrannsókna og samanburð á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsóknar á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.

Tröllaskagagöng munu ótvírætt hafa mikinn ávinning í för með sér í formi styttingar vegalengda á milli allra stærstu þéttbýlisstaða á Norðurlandi, aukins öryggis vegfarenda þar sem ný leið sem sneiðir fram hjá hæstu fjallvegum yrði til, stækkunar vinnusóknarsvæða, styrkingar almennrar þjónustu og eflingar ferðaþjónustu auk bættrar samkeppnisstöðu landshlutans. Slík jarðgöng myndu breyta svo miklu á svo stóru svæði að örðugt er að sjá áhrifin fyrir án ítarlegrar og faglegrar athugunar. Bæjarstjórn Akureyrar leggur þunga áhersla á að nauðsynlegur undirbúningur og frumrannsóknir vegna nýrra Tröllaskagaganga hljóti fjármögnun innan nýrrar samgönguáætlunar.